Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2012 14:05 Frá slökkvistarfinu í sumar. mynd/ ómar már jónsson. Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. „Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari Íslandssögunnar og því vona ég svo sannarlega að hann hafi verið góður," segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. „Þetta er í ferli hjá ráðuneytinu. Það er ekki komin niðurstaða, en ég geri ráð fyrir að við fáum peninginn ekki til baka," segir Ómar Már í samtali við Vísi. „Þetta eru um 20 milljónir með virðisauka og það geta allir reiknað út hversu stórt hlutfall þetta er af rekstri sveitarfélagsins," bætir hann við. Ómar Már segir að skatttekjur séu um 75 milljónir á ári og því er ljóst að tjónið nemur um fjórðungi af skatttekjunum. Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvilið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. Ómar segir að menn verði að læra af þessum atburði. „Það er alveg ljóst að þetta á að gerast aftur og það er möguleiki á að það verði mun stærri eldar vegna þess að gróðurfar er öðruvísi og það eru að koma hingað miklu fleiri ferðamenn sem eru kannski ómeðvitaðir um þetta," segir Ómar. Þá telur hann að það þurfi að skoða betur hver beri ábyrgð í málum sem þessum og stofnun sjóðs sem ríki og sveitafélög myndu setja upp til að taka á svona málum. Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. „Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari Íslandssögunnar og því vona ég svo sannarlega að hann hafi verið góður," segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. „Þetta er í ferli hjá ráðuneytinu. Það er ekki komin niðurstaða, en ég geri ráð fyrir að við fáum peninginn ekki til baka," segir Ómar Már í samtali við Vísi. „Þetta eru um 20 milljónir með virðisauka og það geta allir reiknað út hversu stórt hlutfall þetta er af rekstri sveitarfélagsins," bætir hann við. Ómar Már segir að skatttekjur séu um 75 milljónir á ári og því er ljóst að tjónið nemur um fjórðungi af skatttekjunum. Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvilið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. Ómar segir að menn verði að læra af þessum atburði. „Það er alveg ljóst að þetta á að gerast aftur og það er möguleiki á að það verði mun stærri eldar vegna þess að gróðurfar er öðruvísi og það eru að koma hingað miklu fleiri ferðamenn sem eru kannski ómeðvitaðir um þetta," segir Ómar. Þá telur hann að það þurfi að skoða betur hver beri ábyrgð í málum sem þessum og stofnun sjóðs sem ríki og sveitafélög myndu setja upp til að taka á svona málum.
Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira