Tugmilljóna tjón í Súðavík - kostar hvern íbúa um 100 þúsund Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. september 2012 14:05 Frá slökkvistarfinu í sumar. mynd/ ómar már jónsson. Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. „Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari Íslandssögunnar og því vona ég svo sannarlega að hann hafi verið góður," segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. „Þetta er í ferli hjá ráðuneytinu. Það er ekki komin niðurstaða, en ég geri ráð fyrir að við fáum peninginn ekki til baka," segir Ómar Már í samtali við Vísi. „Þetta eru um 20 milljónir með virðisauka og það geta allir reiknað út hversu stórt hlutfall þetta er af rekstri sveitarfélagsins," bætir hann við. Ómar Már segir að skatttekjur séu um 75 milljónir á ári og því er ljóst að tjónið nemur um fjórðungi af skatttekjunum. Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvilið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. Ómar segir að menn verði að læra af þessum atburði. „Það er alveg ljóst að þetta á að gerast aftur og það er möguleiki á að það verði mun stærri eldar vegna þess að gróðurfar er öðruvísi og það eru að koma hingað miklu fleiri ferðamenn sem eru kannski ómeðvitaðir um þetta," segir Ómar. Þá telur hann að það þurfi að skoða betur hver beri ábyrgð í málum sem þessum og stofnun sjóðs sem ríki og sveitafélög myndu setja upp til að taka á svona málum. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Kostnaðurinn vegna slökkvistarfs í Laugardal í Ísafjarðardjúpi í sumar, þegar sinueldur brann á fjórtán hektara svæði, nemur um 20 milljónum króna. Ómar Már Jónsson, sveitastjóri, býst við því að Súðavík muni bera kostnaðinn að langstærstu leyti en viðræðum við innanríkisráðuneytið um það er þó ekki lokið. Um 200 manns búa í Súðavík og því nemur kostnaðurinn um 100 þúsund krónum á hvern mann. Talið er að kviknað hafi í útfrá einnota grilli sem einhver kærulaus ferðalangur hafi lagt frá sér. „Þetta er ábyggilega dýrasti hamborgari Íslandssögunnar og því vona ég svo sannarlega að hann hafi verið góður," segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði í dag. „Þetta er í ferli hjá ráðuneytinu. Það er ekki komin niðurstaða, en ég geri ráð fyrir að við fáum peninginn ekki til baka," segir Ómar Már í samtali við Vísi. „Þetta eru um 20 milljónir með virðisauka og það geta allir reiknað út hversu stórt hlutfall þetta er af rekstri sveitarfélagsins," bætir hann við. Ómar Már segir að skatttekjur séu um 75 milljónir á ári og því er ljóst að tjónið nemur um fjórðungi af skatttekjunum. Um er að ræða kostnað sem sveitarfélagið verður fyrir með því að kalla til aðstoðarslökkvilið frá Hólmavík, Bolungarvík og Ísafirði, auk kostnaðar sem féll til vegna aðgerða slökkviliðsins í Súðavík. Ómar segir að menn verði að læra af þessum atburði. „Það er alveg ljóst að þetta á að gerast aftur og það er möguleiki á að það verði mun stærri eldar vegna þess að gróðurfar er öðruvísi og það eru að koma hingað miklu fleiri ferðamenn sem eru kannski ómeðvitaðir um þetta," segir Ómar. Þá telur hann að það þurfi að skoða betur hver beri ábyrgð í málum sem þessum og stofnun sjóðs sem ríki og sveitafélög myndu setja upp til að taka á svona málum.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira