Innlent

Landlæknir vonast eftir byltingu í heilbrigðiskerfinu

Almenningi verður einnig veittur aðgangur að sinni lyfjasögu með rafrænum skilríkjum.
Almenningi verður einnig veittur aðgangur að sinni lyfjasögu með rafrænum skilríkjum. mynd/hörður
Embætti landlæknis hyggst nota rafræn skilríki til öruggrar auðkenningar fyrir aðgang lækna að lyfjasögu skjólstæðinga sinna úr lyfjagagnagrunni. Almenningi verður einnig veittur aðgangur að sinni lyfjasögu með rafrænum skilríkjum.

„Þetta er tilraunaverkefni sem við erum að ýta úr vör," sagði Geir Gunnlaugsson, landlæknir, í samtali við Vísi. „Við bindum miklar vonir við verkefnið og vonumst til að það verði í raun algjör bylting."

Einnig er ætlunin að almenningur geti notað skilríkin til að nálgast eigin sjúkrarupplýsingar, eiga örugg samskipti við heilbrigðisstarfsfólk og bóka tíma rafrænt.

„Samhliða þessum breytingum munum við að sjálfsögðu tryggja persónuvend," sagði Geir.

Gert er ráð fyrir að tilraunaverkefni með þátttöku 30 til 50 lækna hefjist í nóvember og að læknar og almenningur geti fengið aðgang fyrir loks janúar 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×