Björk krefst frávísunar ákæru um umboðssvik Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. júní 2013 00:00 Verjendur og fulltrúar þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Halldór Jónsson, verjandi Bjarkar, er þriðji frá vinstri. Mynd / ÞÞ Björk Þórarinsdóttir, einn sakborninga í stóru máli á hendur fyrrum stjórnendum Kaupþings, var á einum tímapunkti yfirheyrð sem vitni hjá sérstökum saksóknara en síðar ákærð fyrir umboðssvik. Hún krefst frávísunar ákæru á hendur sér en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Stofnað á Kýpur og fékk 13,4 milljarða lán til að kaupa eigin bréf bankans Björk, sem starfaði á fyrirtækjasviði Kaupþings og sat í lánanefnd bankans fyrir hrun, var ákærð fyrir umboðssvik vegna starfa sinna í lánanefndinni vegna lánveitingar Kaupþings til félagsins Desulo Trading Ltd. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Desulo Trading Ltd. hafi frá miðju ári 2008 fram að falli Kaupþings fengið lánsheimildir hjá Kaupþingi fyrir 13,4 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Keypt hlutabréf á tímabilinu námu 13,3 milljörðum, félagið seldi aldrei nein bréf og átti því bréf í bankanum fyrir 13,3 milljarða króna að markaðsvirði við fall hans 8. október 2008. Björk byggir frávísunarkröfu sína á því að henni hafi verið tilkynnt af rannsakanda við skýrslutöku að hún væri ekki lengur grunuð um refsiverða háttsemi og hún hafi því verið yfirheyrð sem vitni. Þetta á að hafa gerst 16. júní 2010.Sagði engin ný gögn komin fram um aðild Bjarkar Halldór Jónsson, verjandi Bjarkar, sagði í málflutningi um frávísunarkröfuna í dag að farið hafi verið fram á við sérstakan saksóknara að ákæran yrði dregin til baka. Því hafi verið hafnað af embættinu þeirri forsendu að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi gefið þær skýringar að staða lánanefnda Kaupþings hafi verið meiri en áður hafi verið gefið í skyn. „Það er óþægileg tilfinning sem maður fær fyrir því að fólk hafi verið ákært til þess eins að styrkja málsgrundvöll ákæru á hendur ákærða Hreiðar Má,“ sagði Halldór. Hann sagði að allar staðreyndir hefðu legið fyrir í fyrstu skýrslutöku yfir Björk. Ekki væru komin fram nein ný veigamikil atriði um aðild Bjarkar að málinu sem ekki hefðu legið fyrir í fyrstu skýrslutöku yfir henni. Halldór sagði að frávísun væri byggð á því að rannsókn á hendur henni í eiginlegum skilningi hafi verið hætt á grundvelli 3. mgr. 57. gr. laga um meðferð sakamála. Í ákvæðinu kemur fram að hafi rannsókn verið hætt vegna þess að gögn hafi ekki þótt nægileg til ákæru þá beri ekki að taka rannsókn upp á ný gegn viðkomandi nema ný sakargögn séu komin fram eða líklegt sé að þau komi fram. Halldór vísaði jafnframt til reglunnar um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, sem er varin af bæði stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, en Björk var yfirheyrð sem vitni. Hann sagði að ákæruvaldið hafi leyft sér að leggja fram langa skýrslu sem Björk gaf sem vitni í máli á hendur henni sjálfri.Sagði eðlilegt að meta réttarstöðu sakborninga jafnóðum Björn Þorvaldsson, saksóknari, mótmælti kröfu um frávísun og krafðist þess að henni yrði hafnað. Björn sagði að vegna nýrra upplýsinga sem hefðu komið fram hefði þótt ástæða til að breyta réttarstöðu Bjarkar. Björn sagði almennt að við rannsóknir mála hjá sérstökum saksóknara hefðu mjög margir fengið réttarstöðu sakbornings. „Það er staðreynd að það er íþyngjandi fyrir suma að vera með þá réttarstöðu í lengri tíma vegna stöðu sinnar. Það er eðlilegt að það sé metið reglulega, þegar um er að ræða langar rannsóknir, hvort unnt sé að breyta réttarstöðu,“ sagði Björn. Hann sagði að þetta hefði verið Björk til hagsbóta. Björn sagði að við fyrstu skýrslutökur hefði komið fram að ákvarðanir um lánveitingar til Desulo Trading Ltd. hefðu verið teknar af æðstu stjórnendum Kaupþings eingöngu, en ekki lánanefnd. Björn benti sérstaklega á framburð Hreiðars Más Sigurðssonar frá 30. október 2011 þar sem kom fram „önnur sýn en áður,“ á hlutverk lánanefndar Kaupþings. Björn sagði að það mætti halda því fram að það hafi verið vafasamt að breyta réttarstöðu áður en heildarmynd lá fyrir. Hins vegar hafi ákærðu verið það ljóst frá upphafi að ef ný gögn eða upplýsingar kæmu fram þá kynni réttarstaðan að breytast. Í andsvörum sagði Halldór að Hreiðar Már Sigurðsson hafi lýst því á árinu 2010 í skýrslutöku að lánanefnd Kaupþings hafi haft neitunarvald vegna lánveitinga. Þannig hafi staða nefndarinnar verið skýr frá upphafi rannsóknar málsins og engin ný atriði komið fram sem réttlættu breytta réttarstöðu hjá Björk. Að loknum málflutningi tók Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, kröfuna til úrskurðar. Tengdar fréttir Huldufélag á Kýpur átti rúma 20 milljarða í Kaupþingi Félagið Desulo Trading átti rúmlega 20 milljarða kr. í Kaupþingi og þar af hafði það keypt hlutabréf fyrir 13,3 milljarða af bankanum sjálfum með veði í bréfunum. 12. apríl 2010 17:46 "Bréfberar“ keyptu bréf fyrir tugi milljarða Kaupin sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu gegn stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka, sem segir frá á forsíðu blaðsins, gengu þannig fyrir sig að eigin viðskipti Kaupþings, þ.e. deild innan bankans, keyptu laus hlutabréf. 19. mars 2013 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Björk Þórarinsdóttir, einn sakborninga í stóru máli á hendur fyrrum stjórnendum Kaupþings, var á einum tímapunkti yfirheyrð sem vitni hjá sérstökum saksóknara en síðar ákærð fyrir umboðssvik. Hún krefst frávísunar ákæru á hendur sér en fyrirtaka var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Stofnað á Kýpur og fékk 13,4 milljarða lán til að kaupa eigin bréf bankans Björk, sem starfaði á fyrirtækjasviði Kaupþings og sat í lánanefnd bankans fyrir hrun, var ákærð fyrir umboðssvik vegna starfa sinna í lánanefndinni vegna lánveitingar Kaupþings til félagsins Desulo Trading Ltd. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að Desulo Trading Ltd. hafi frá miðju ári 2008 fram að falli Kaupþings fengið lánsheimildir hjá Kaupþingi fyrir 13,4 milljarða króna til kaupa á hlutabréfum í bankanum sjálfum. Keypt hlutabréf á tímabilinu námu 13,3 milljörðum, félagið seldi aldrei nein bréf og átti því bréf í bankanum fyrir 13,3 milljarða króna að markaðsvirði við fall hans 8. október 2008. Björk byggir frávísunarkröfu sína á því að henni hafi verið tilkynnt af rannsakanda við skýrslutöku að hún væri ekki lengur grunuð um refsiverða háttsemi og hún hafi því verið yfirheyrð sem vitni. Þetta á að hafa gerst 16. júní 2010.Sagði engin ný gögn komin fram um aðild Bjarkar Halldór Jónsson, verjandi Bjarkar, sagði í málflutningi um frávísunarkröfuna í dag að farið hafi verið fram á við sérstakan saksóknara að ákæran yrði dregin til baka. Því hafi verið hafnað af embættinu þeirri forsendu að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi gefið þær skýringar að staða lánanefnda Kaupþings hafi verið meiri en áður hafi verið gefið í skyn. „Það er óþægileg tilfinning sem maður fær fyrir því að fólk hafi verið ákært til þess eins að styrkja málsgrundvöll ákæru á hendur ákærða Hreiðar Má,“ sagði Halldór. Hann sagði að allar staðreyndir hefðu legið fyrir í fyrstu skýrslutöku yfir Björk. Ekki væru komin fram nein ný veigamikil atriði um aðild Bjarkar að málinu sem ekki hefðu legið fyrir í fyrstu skýrslutöku yfir henni. Halldór sagði að frávísun væri byggð á því að rannsókn á hendur henni í eiginlegum skilningi hafi verið hætt á grundvelli 3. mgr. 57. gr. laga um meðferð sakamála. Í ákvæðinu kemur fram að hafi rannsókn verið hætt vegna þess að gögn hafi ekki þótt nægileg til ákæru þá beri ekki að taka rannsókn upp á ný gegn viðkomandi nema ný sakargögn séu komin fram eða líklegt sé að þau komi fram. Halldór vísaði jafnframt til reglunnar um réttláta málsmeðferð fyrir dómi, sem er varin af bæði stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, en Björk var yfirheyrð sem vitni. Hann sagði að ákæruvaldið hafi leyft sér að leggja fram langa skýrslu sem Björk gaf sem vitni í máli á hendur henni sjálfri.Sagði eðlilegt að meta réttarstöðu sakborninga jafnóðum Björn Þorvaldsson, saksóknari, mótmælti kröfu um frávísun og krafðist þess að henni yrði hafnað. Björn sagði að vegna nýrra upplýsinga sem hefðu komið fram hefði þótt ástæða til að breyta réttarstöðu Bjarkar. Björn sagði almennt að við rannsóknir mála hjá sérstökum saksóknara hefðu mjög margir fengið réttarstöðu sakbornings. „Það er staðreynd að það er íþyngjandi fyrir suma að vera með þá réttarstöðu í lengri tíma vegna stöðu sinnar. Það er eðlilegt að það sé metið reglulega, þegar um er að ræða langar rannsóknir, hvort unnt sé að breyta réttarstöðu,“ sagði Björn. Hann sagði að þetta hefði verið Björk til hagsbóta. Björn sagði að við fyrstu skýrslutökur hefði komið fram að ákvarðanir um lánveitingar til Desulo Trading Ltd. hefðu verið teknar af æðstu stjórnendum Kaupþings eingöngu, en ekki lánanefnd. Björn benti sérstaklega á framburð Hreiðars Más Sigurðssonar frá 30. október 2011 þar sem kom fram „önnur sýn en áður,“ á hlutverk lánanefndar Kaupþings. Björn sagði að það mætti halda því fram að það hafi verið vafasamt að breyta réttarstöðu áður en heildarmynd lá fyrir. Hins vegar hafi ákærðu verið það ljóst frá upphafi að ef ný gögn eða upplýsingar kæmu fram þá kynni réttarstaðan að breytast. Í andsvörum sagði Halldór að Hreiðar Már Sigurðsson hafi lýst því á árinu 2010 í skýrslutöku að lánanefnd Kaupþings hafi haft neitunarvald vegna lánveitinga. Þannig hafi staða nefndarinnar verið skýr frá upphafi rannsóknar málsins og engin ný atriði komið fram sem réttlættu breytta réttarstöðu hjá Björk. Að loknum málflutningi tók Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, kröfuna til úrskurðar.
Tengdar fréttir Huldufélag á Kýpur átti rúma 20 milljarða í Kaupþingi Félagið Desulo Trading átti rúmlega 20 milljarða kr. í Kaupþingi og þar af hafði það keypt hlutabréf fyrir 13,3 milljarða af bankanum sjálfum með veði í bréfunum. 12. apríl 2010 17:46 "Bréfberar“ keyptu bréf fyrir tugi milljarða Kaupin sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu gegn stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka, sem segir frá á forsíðu blaðsins, gengu þannig fyrir sig að eigin viðskipti Kaupþings, þ.e. deild innan bankans, keyptu laus hlutabréf. 19. mars 2013 06:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Huldufélag á Kýpur átti rúma 20 milljarða í Kaupþingi Félagið Desulo Trading átti rúmlega 20 milljarða kr. í Kaupþingi og þar af hafði það keypt hlutabréf fyrir 13,3 milljarða af bankanum sjálfum með veði í bréfunum. 12. apríl 2010 17:46
"Bréfberar“ keyptu bréf fyrir tugi milljarða Kaupin sem sérstakur saksóknari hefur ákært fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu gegn stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka, sem segir frá á forsíðu blaðsins, gengu þannig fyrir sig að eigin viðskipti Kaupþings, þ.e. deild innan bankans, keyptu laus hlutabréf. 19. mars 2013 06:00