Innlent

Féll úr stiga í togara á Granda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Sjómaður féll úr stiga um borð í togara á þriðja tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út til að koma manninum frá borði og þurfti dælubíl og körfubíl til verksins, auk sjúkrabíls.

Tilkynningin barst til slökkviliðsins um hálf þrjú í dag og varð slysið út á Granda.

Hvorki upplýsingar um líðan mannsins né nánari upplýsingar um tildrög slyssins liggja fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×