Sport

Sportið í dag: Brynjar Björn, Aron æfir með Zlatan, Anna Björk og Daníel Guðni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00.
Sportið í dag er á dagskrá Stöðvar 2 Sports alla virka daga klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Víða verður komið við í þætti dagsins af Sportinu í dag. Þátturinn hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, sest í stólinn og ræðir komandi sumar í Pepsi Max-deildinni en hans lið kom allra liða mest á óvart síðasta sumar. 

Knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson verður á línunni en hann er loksins heill heilsu og æfir þessa dagana með Zlatan Ibrahimovic. 

Knattspyrnukonan Anna Björk Kristjánsdóttir verður einnig í viðtali en hún er í leit að félagi og svo verður spjallað við Daníel Guðna Guðmundsson, þjálfara Grindavíkur í körfuboltanum. 

Að lokum verður kíkt á æfingu hjá Íslandsmeisturum KR í fótbolta og rætt við Rúnar Kristinsson, þjálfara liðsins.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×