Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlaði ekki að gera Boði Logason skrifar 10. júní 2013 20:18 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í kvöld. Mynd/stefán karlsson „Við eigum að þora að þróa nýja stjórnarhætti sem styðja við lýðræðislega ábyrgð og gera okkur kleift að takast á um ólíkar skoðanir á friðsamlegan hátt," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í kvöld. Í ræðu sinni sagði hann að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi breytt um verklag á síðasta kjörtímabili og nú beri nýrri ríkisstjórn að deila fyrirsvari í nefndum með stjórnarandstöðu. „En það er þörf á að breyta fleiru. Eitt blasir við: Að koma í veg fyrir slys eins og það sem varð hér fyrir helgi við skipan í karlanefndir og kvennanefndir. Það má ekki endurtaka sig. Annað: Við þurfum að tryggja að stjórnarandstaða fái allar trúnaðarupplýsingar um efnahagsmál. Síðast þegar þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn héldu þeir því leyndu að bankakerfið riðaði til falls og komu þannig í veg fyrir að unnt væri að grípa tímanlega inn í það hættuástand sem þá var í uppsiglingu. Það má ekki endurtaka sig," sagði Árni Páll. Þá nefndi hann allt yrði að vera uppi á borði og almennar leikreglur skyldu gilda um ráðstöfun ríkiseigna.„Eigum við að binda enda á málþófið?" Þá talaði hann einnig um „stóra tækifærið" - eða breytingaákvæði í stjórnarskrá Íslands. „Efni þess markar tímamót því með því verður Alþingi ekki lengur einrátt heldur fara þing og þjóð saman með valdið til að breyta stjórnarskránni. Ríkisstjórninni gefst með þessu tækifæri til að standa við fyrirheit sín í stjórnarsáttmála. Augljóslega á að hefja verkefnið með nýju ákvæði um þjóðareign á auðlindum strax á haustþingi. Við erum líka reiðbúin til að ræða grundvallabreytingar til góðs á þingsköpum í samhengi við breytingar á stjórnarskrá. Eigum við að sameinast um að veita þriðjungi þingmanna stjórnarskrárbundinn rétt til að vísa málum í þjóðaratkvæði og binda þar með enda á málþófið?"Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera Þá sagði hann að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafi sagt margt fallegt. „En mest áberandi var það sem ekki var sagt. 21. öldin kom þar ekkert við sögu. Fortíðarþráin er svo sterk að orðið iðnaður kemur hvergi fyrir í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði áðan ekkert um þekkingu sem drifkraft efnahagsframfara. Ekkert um nýjar skapandi greinar sem skila okkur sífellt fleiri þekkingarstörfum. Ekkert um upplýsingatækni, sem getur bylt aðstæðum okkar til góðs. Ekkert um bættan markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir og þjónustu, sem er hin raunverulega forsenda aukinnar matvælaframleiðslu. Ekkert um hvernig Ísland geti þróað samskipti sín við umheiminn, heldur bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera,“ sagði Árni Páll. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
„Við eigum að þora að þróa nýja stjórnarhætti sem styðja við lýðræðislega ábyrgð og gera okkur kleift að takast á um ólíkar skoðanir á friðsamlegan hátt," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í kvöld. Í ræðu sinni sagði hann að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi breytt um verklag á síðasta kjörtímabili og nú beri nýrri ríkisstjórn að deila fyrirsvari í nefndum með stjórnarandstöðu. „En það er þörf á að breyta fleiru. Eitt blasir við: Að koma í veg fyrir slys eins og það sem varð hér fyrir helgi við skipan í karlanefndir og kvennanefndir. Það má ekki endurtaka sig. Annað: Við þurfum að tryggja að stjórnarandstaða fái allar trúnaðarupplýsingar um efnahagsmál. Síðast þegar þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn héldu þeir því leyndu að bankakerfið riðaði til falls og komu þannig í veg fyrir að unnt væri að grípa tímanlega inn í það hættuástand sem þá var í uppsiglingu. Það má ekki endurtaka sig," sagði Árni Páll. Þá nefndi hann allt yrði að vera uppi á borði og almennar leikreglur skyldu gilda um ráðstöfun ríkiseigna.„Eigum við að binda enda á málþófið?" Þá talaði hann einnig um „stóra tækifærið" - eða breytingaákvæði í stjórnarskrá Íslands. „Efni þess markar tímamót því með því verður Alþingi ekki lengur einrátt heldur fara þing og þjóð saman með valdið til að breyta stjórnarskránni. Ríkisstjórninni gefst með þessu tækifæri til að standa við fyrirheit sín í stjórnarsáttmála. Augljóslega á að hefja verkefnið með nýju ákvæði um þjóðareign á auðlindum strax á haustþingi. Við erum líka reiðbúin til að ræða grundvallabreytingar til góðs á þingsköpum í samhengi við breytingar á stjórnarskrá. Eigum við að sameinast um að veita þriðjungi þingmanna stjórnarskrárbundinn rétt til að vísa málum í þjóðaratkvæði og binda þar með enda á málþófið?"Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera Þá sagði hann að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafi sagt margt fallegt. „En mest áberandi var það sem ekki var sagt. 21. öldin kom þar ekkert við sögu. Fortíðarþráin er svo sterk að orðið iðnaður kemur hvergi fyrir í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði áðan ekkert um þekkingu sem drifkraft efnahagsframfara. Ekkert um nýjar skapandi greinar sem skila okkur sífellt fleiri þekkingarstörfum. Ekkert um upplýsingatækni, sem getur bylt aðstæðum okkar til góðs. Ekkert um bættan markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir og þjónustu, sem er hin raunverulega forsenda aukinnar matvælaframleiðslu. Ekkert um hvernig Ísland geti þróað samskipti sín við umheiminn, heldur bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera,“ sagði Árni Páll.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent