Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlaði ekki að gera Boði Logason skrifar 10. júní 2013 20:18 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í kvöld. Mynd/stefán karlsson „Við eigum að þora að þróa nýja stjórnarhætti sem styðja við lýðræðislega ábyrgð og gera okkur kleift að takast á um ólíkar skoðanir á friðsamlegan hátt," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í kvöld. Í ræðu sinni sagði hann að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi breytt um verklag á síðasta kjörtímabili og nú beri nýrri ríkisstjórn að deila fyrirsvari í nefndum með stjórnarandstöðu. „En það er þörf á að breyta fleiru. Eitt blasir við: Að koma í veg fyrir slys eins og það sem varð hér fyrir helgi við skipan í karlanefndir og kvennanefndir. Það má ekki endurtaka sig. Annað: Við þurfum að tryggja að stjórnarandstaða fái allar trúnaðarupplýsingar um efnahagsmál. Síðast þegar þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn héldu þeir því leyndu að bankakerfið riðaði til falls og komu þannig í veg fyrir að unnt væri að grípa tímanlega inn í það hættuástand sem þá var í uppsiglingu. Það má ekki endurtaka sig," sagði Árni Páll. Þá nefndi hann allt yrði að vera uppi á borði og almennar leikreglur skyldu gilda um ráðstöfun ríkiseigna.„Eigum við að binda enda á málþófið?" Þá talaði hann einnig um „stóra tækifærið" - eða breytingaákvæði í stjórnarskrá Íslands. „Efni þess markar tímamót því með því verður Alþingi ekki lengur einrátt heldur fara þing og þjóð saman með valdið til að breyta stjórnarskránni. Ríkisstjórninni gefst með þessu tækifæri til að standa við fyrirheit sín í stjórnarsáttmála. Augljóslega á að hefja verkefnið með nýju ákvæði um þjóðareign á auðlindum strax á haustþingi. Við erum líka reiðbúin til að ræða grundvallabreytingar til góðs á þingsköpum í samhengi við breytingar á stjórnarskrá. Eigum við að sameinast um að veita þriðjungi þingmanna stjórnarskrárbundinn rétt til að vísa málum í þjóðaratkvæði og binda þar með enda á málþófið?"Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera Þá sagði hann að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafi sagt margt fallegt. „En mest áberandi var það sem ekki var sagt. 21. öldin kom þar ekkert við sögu. Fortíðarþráin er svo sterk að orðið iðnaður kemur hvergi fyrir í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði áðan ekkert um þekkingu sem drifkraft efnahagsframfara. Ekkert um nýjar skapandi greinar sem skila okkur sífellt fleiri þekkingarstörfum. Ekkert um upplýsingatækni, sem getur bylt aðstæðum okkar til góðs. Ekkert um bættan markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir og þjónustu, sem er hin raunverulega forsenda aukinnar matvælaframleiðslu. Ekkert um hvernig Ísland geti þróað samskipti sín við umheiminn, heldur bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera,“ sagði Árni Páll. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
„Við eigum að þora að þróa nýja stjórnarhætti sem styðja við lýðræðislega ábyrgð og gera okkur kleift að takast á um ólíkar skoðanir á friðsamlegan hátt," sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í kvöld. Í ræðu sinni sagði hann að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi breytt um verklag á síðasta kjörtímabili og nú beri nýrri ríkisstjórn að deila fyrirsvari í nefndum með stjórnarandstöðu. „En það er þörf á að breyta fleiru. Eitt blasir við: Að koma í veg fyrir slys eins og það sem varð hér fyrir helgi við skipan í karlanefndir og kvennanefndir. Það má ekki endurtaka sig. Annað: Við þurfum að tryggja að stjórnarandstaða fái allar trúnaðarupplýsingar um efnahagsmál. Síðast þegar þessir tveir flokkar voru í ríkisstjórn héldu þeir því leyndu að bankakerfið riðaði til falls og komu þannig í veg fyrir að unnt væri að grípa tímanlega inn í það hættuástand sem þá var í uppsiglingu. Það má ekki endurtaka sig," sagði Árni Páll. Þá nefndi hann allt yrði að vera uppi á borði og almennar leikreglur skyldu gilda um ráðstöfun ríkiseigna.„Eigum við að binda enda á málþófið?" Þá talaði hann einnig um „stóra tækifærið" - eða breytingaákvæði í stjórnarskrá Íslands. „Efni þess markar tímamót því með því verður Alþingi ekki lengur einrátt heldur fara þing og þjóð saman með valdið til að breyta stjórnarskránni. Ríkisstjórninni gefst með þessu tækifæri til að standa við fyrirheit sín í stjórnarsáttmála. Augljóslega á að hefja verkefnið með nýju ákvæði um þjóðareign á auðlindum strax á haustþingi. Við erum líka reiðbúin til að ræða grundvallabreytingar til góðs á þingsköpum í samhengi við breytingar á stjórnarskrá. Eigum við að sameinast um að veita þriðjungi þingmanna stjórnarskrárbundinn rétt til að vísa málum í þjóðaratkvæði og binda þar með enda á málþófið?"Talaði bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera Þá sagði hann að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hafi sagt margt fallegt. „En mest áberandi var það sem ekki var sagt. 21. öldin kom þar ekkert við sögu. Fortíðarþráin er svo sterk að orðið iðnaður kemur hvergi fyrir í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Forsætisráðherra sagði áðan ekkert um þekkingu sem drifkraft efnahagsframfara. Ekkert um nýjar skapandi greinar sem skila okkur sífellt fleiri þekkingarstörfum. Ekkert um upplýsingatækni, sem getur bylt aðstæðum okkar til góðs. Ekkert um bættan markaðsaðgang fyrir íslenskar afurðir og þjónustu, sem er hin raunverulega forsenda aukinnar matvælaframleiðslu. Ekkert um hvernig Ísland geti þróað samskipti sín við umheiminn, heldur bara um það sem ríkisstjórnin ætlar ekki að gera,“ sagði Árni Páll.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira