Fórna ekki ómetanlegu útsýni fyrir vindmyllur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Bæjarstjórn Ölfuss hefur synjað beiðni Arctic Hydro ehf. sem vildi fá að setja upp vindorkugarð á Hafnarsandi í landi sveitarfélagsins um þrjá kílómetra vestan við Þorlákshöfn. Fulltrúar Arctic Hydro kynntu vindorkugarðinn fyrir bæjaryfirvöldum í Ölfusi 25. janúar. Í byrjun þessa mánaðar var síðan óskað eftir viðræðum um samning um rannsóknar- og nýtingarleyfi með tilliti til virkjunar vindafls á jörðinni Þorlákshöfn. Setja átti upp rannsóknarmastur til vindmælinga en síðan var markmiðið að setja upp tuttugu myllur sem myndu ná allt að 130 metra hæð með spaðana í hæstu stöðu. Samtals yrði vindorkugarðurinn 60 MW. Bæjarstjórnin segist ekki tilbúin til að ganga til samninga við Arctic Hydro af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi sé umrætt svæði skipulagt fyrir annan iðnað. Þar er vísað í áform um að flytja fiskþurrkun fyrirtækisins Lýsis út fyrir bæinn.Vaxandi ferðaþjónusta er í Ölfusi og telja heimamenn vindmyllur geta spillt útsýni sem laði ferðafólkið að. Vísir/GVA Bæjarstjórnin tiltekur síðan hagsmuni ferðaþjónustu sem sé vaxandi atvinnugrein í Ölfusi. „Skapast sá vöxtur fyrst og fremst af ósnortinni náttúru svæðisins og ómetanlegu útsýni til sjávar og fjalla. Erindinu er því hafnað,“ segir í samhljóða samþykkt bæjarstjórnarinnar. „Það er mikil ásýnd sem fylgir svona mannvirkjum, sér í lagi þegar verið er að tala um margar myllur,“ segir Gunnstein R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, sem undirstrikar þó að ekkert vísindalegt sé á bak við þessa afstöðu. „Þetta á sér bakgrunn í orðræðu við þá aðila sem eru að standa í uppbyggingu í ferðaþjónustu,“ útskýrir hann. Þá segir bæjarstjórinn einnig hafa staðið í mönnum að ekki sé til lagarammi varðandi beislun vindorku á Íslandi. „Þetta er ekki niðurstaða til eilífðar en eins og ásýndin er á þetta núna treystir bæjarstjórnin sér ekki til að binda svæðið fyrir þetta,“ segir hann. Ekki náðist í Skírni Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Arctic Hydro, í gær en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það vinni nú að tveimur öðrum verkefnum; annars vegar að undirbúningi 20 til 30 MW vindorkugarðs í landi Butru og Guðnastaða í Austur-Landeyjum og hins vegar að 5,2 MW virkjun í Hólsá og Gönguskarðsá með tengingu til Akureyrar. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi einkaaðili á sviði raforkuframleiðslu á Íslandi enda eru gífurleg tækifæri til staðar á Íslandi fyrir félag eins og Arctic Hydro með tilheyrandi tækifærum og möguleikum fyrir eigendur orkuauðlinda,“ segir á heimasíðu Arctic Hydro. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss hefur synjað beiðni Arctic Hydro ehf. sem vildi fá að setja upp vindorkugarð á Hafnarsandi í landi sveitarfélagsins um þrjá kílómetra vestan við Þorlákshöfn. Fulltrúar Arctic Hydro kynntu vindorkugarðinn fyrir bæjaryfirvöldum í Ölfusi 25. janúar. Í byrjun þessa mánaðar var síðan óskað eftir viðræðum um samning um rannsóknar- og nýtingarleyfi með tilliti til virkjunar vindafls á jörðinni Þorlákshöfn. Setja átti upp rannsóknarmastur til vindmælinga en síðan var markmiðið að setja upp tuttugu myllur sem myndu ná allt að 130 metra hæð með spaðana í hæstu stöðu. Samtals yrði vindorkugarðurinn 60 MW. Bæjarstjórnin segist ekki tilbúin til að ganga til samninga við Arctic Hydro af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi sé umrætt svæði skipulagt fyrir annan iðnað. Þar er vísað í áform um að flytja fiskþurrkun fyrirtækisins Lýsis út fyrir bæinn.Vaxandi ferðaþjónusta er í Ölfusi og telja heimamenn vindmyllur geta spillt útsýni sem laði ferðafólkið að. Vísir/GVA Bæjarstjórnin tiltekur síðan hagsmuni ferðaþjónustu sem sé vaxandi atvinnugrein í Ölfusi. „Skapast sá vöxtur fyrst og fremst af ósnortinni náttúru svæðisins og ómetanlegu útsýni til sjávar og fjalla. Erindinu er því hafnað,“ segir í samhljóða samþykkt bæjarstjórnarinnar. „Það er mikil ásýnd sem fylgir svona mannvirkjum, sér í lagi þegar verið er að tala um margar myllur,“ segir Gunnstein R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, sem undirstrikar þó að ekkert vísindalegt sé á bak við þessa afstöðu. „Þetta á sér bakgrunn í orðræðu við þá aðila sem eru að standa í uppbyggingu í ferðaþjónustu,“ útskýrir hann. Þá segir bæjarstjórinn einnig hafa staðið í mönnum að ekki sé til lagarammi varðandi beislun vindorku á Íslandi. „Þetta er ekki niðurstaða til eilífðar en eins og ásýndin er á þetta núna treystir bæjarstjórnin sér ekki til að binda svæðið fyrir þetta,“ segir hann. Ekki náðist í Skírni Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Arctic Hydro, í gær en á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það vinni nú að tveimur öðrum verkefnum; annars vegar að undirbúningi 20 til 30 MW vindorkugarðs í landi Butru og Guðnastaða í Austur-Landeyjum og hins vegar að 5,2 MW virkjun í Hólsá og Gönguskarðsá með tengingu til Akureyrar. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi einkaaðili á sviði raforkuframleiðslu á Íslandi enda eru gífurleg tækifæri til staðar á Íslandi fyrir félag eins og Arctic Hydro með tilheyrandi tækifærum og möguleikum fyrir eigendur orkuauðlinda,“ segir á heimasíðu Arctic Hydro.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði