Sjávarútvegsráðherra vill setja grásleppu í kvóta og telur meirihluta smábátaeigenda sammála Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. maí 2020 18:52 Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra vill að grásleppa verði sett í kvóta og telur að smábátaeigendur séu sammála. Honum beri að fara að ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunar og því hafi hann stöðvað grásleppuveiðar á miðnætti. Kannað verði með Fiskistofu hver staða þeirra sé sem þurftu að sækja afla og veiðafæri í dag. Sjávarútvegsráðherra stöðvaði á miðnætti veiðar á grásleppu því að búið var að veiða að ráðlögðum heildarafla Hafrannsóknarstofnunar. Smábátaeigendur víða hafa mótmælt aðgerðinni. „Þetta er illskiljanlegt því að það er alltof lítill fyrirfari. Veiðar ganga vel. Virðist vera nóg að grásleppu. Svo ber hann við að þetta sé gert því þessu marki sé náð burtséð frá því að sumir eru búnir að veiða mikið, aðrir eru rétt byrjaðir og það getur hver maður séð hvað það felst mikil mismunun felst í þessu. Ég velti fyrir mér hvort að aðgerðin sé af því ráðherrann vill setja kvóta á tegundina,“ segir Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK 38 á Akranesi. Rögnvaldur Einarsson skipstjóri á VER AK38 á Akranesi er afar ósáttur með stöðvun á grásleppuveiðum.Vísir/Egill Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir enga launung að hann vilji setja kvóta á tegundina. „Ég skil til fulls þeirra sjónarmið að það sé lítil sanngirni í að sjómenn fái nokkra daga til veiða meðan aðrir fái 30-40 daga. Ég minni á það mátti byrja að veiða 10. mars til að koma í veg fyrir þetta misvægi. Til að koma í veg fyrir þetta misvægi og þessar erfiðleika við að handstýra veiðunum er í mínum huga augljóst að besta leiðin er að veiðum með grásleppum sé hagað með sama hætti og á öðrum nytjastofnum eða að hlutdeildarsetja veiðina. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum, ég er sannfærður um að meirihluti grásleppusjómanna er sammála mér í þeim efnum,“ segir Kristján. Það veiddist nóg að grásleppu á Faxaflóa í gær.Vísir/Egill Nokkrir smábátaeigendur á Akranesi þurftu að sækja veiðafæri og afla í dag. Að sögn þeirra því veiðarnar voru stöðvaðar með svo litlum fyrirvara að ekki tókst að gera það áður. „Sjómenn eins og aðrir þurfa að fylgja þeim reglum sem að settar eru. Ég hef hins vegar engan áhuga á að menn séu sektaðir við þessar aðstæður. Ráðuneytið mun fara yfir þessar aðstæður í samvinnu við Fiskistofu,“ segir Kristján.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akranes Tengdar fréttir Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15 Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32 Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn „Þarna hefur sjávarútvegsráðuneytið sofið á verðinum um það að stöðva veiðarnar eða gefa út viðvörunarljós um að það væri að nálgast hámark og útfæra þá stöðvun svo að það væri tekið tillit til þeirra sem eru á veiðum. Þannig að menn væru með nokkuð jafn marga daga til sóknar,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. 2. maí 2020 16:15
Grásleppuveiðar stöðvaðar Grásleppuveiðar verða stöðvaðar á miðnætti eftir að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritað reglugerð þess efnis að veiðarnar yrðu stöðvaðar á þessu fiskveiðiári 2. maí 2020 10:32
Veltir fyrir sér hvort að smábátaeigendur á Akranesi séu nú ólöglegir Grásleppuveiðar voru stöðvar á miðnætti. Smábátaeigendur á Akranesi hafa harðlega gagnrýnt hversu skammur fyrirfari sé á stöðvuninni þá sé misskipt milli landshluta hversu mikið sjómenn hafa getað veitt. Siglt var frá Akranesi í morgun til að ná upp veiðarfærum hjá bátum á grásleppuveiðum. 3. maí 2020 14:06