Ný starfsgrein varð til með næturopnun 6. ágúst 2011 04:00 Um fimmtíu verslanir á landinu eru opnar um nætur. Þessi þróun hefur haft í för með sér nýja starfsgrein sem á milli sextíu til sjötíu manns vinna við í dag. fréttablaðið/rósa Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, telur að um fimmtíu verslanir á landinu öllu séu nú opnar um nætur. Securitas hefur nú opnað nýja deild hjá sér sem einungis sinnir þessari þjónustu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs hjá Securitas, segir að slíkir starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun til að sinna þessu starfi og að hún sé nokkuð frábrugðin þeirri sem hinir hefðbundnu öryggisverðir fái. Hann segir að Securitas hafi byrjað að bjóða þessa nýju þjónustu árið 2008 en það ár nýttu um tuttugu verslanir sér hana. Sama ár hóf Securitas samstarf við 10-11 en þar áður höfðu starfsmenn verslananna staðið næturvaktirnar. Sigurður Karlsson segir að árið 2008 hafi fimm verslanir verið með næturopnun en nú eru allar 23 verslanir 10-11 opnar allan sólarhringinn, nema verslunin í Firðinum sem lokað er á miðnætti. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fyrirtækið hafi fyrst prófað þessa næturopnun í verslun sinni í Skeifunni fyrir jólin 2008. „Þá átti þetta bara að vera svona jólaþjónusta og einnig hugsað til að dreifa álaginu sem fylgir þessum tíma en kúnninn tók þessu svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Í sumar var síðan ákveðið að hefja næturopnun í verslunum fyrirtækisins á Akureyri og á Eiðistorgi og verður ákvörðun tekin um það í haust hvort framhald verður á. „Þetta hefur fengið fínar viðtökur, til dæmis hringdi í okkur kona sem var afskaplega ánægð með stæltan öryggisvörðinn í Garðabæ sem afgreiddi hana um krem og var öllum hnútum kunnugur í þeim efnum," segir Gunnar Ingi kankvís. jse@frettabladid.is Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, telur að um fimmtíu verslanir á landinu öllu séu nú opnar um nætur. Securitas hefur nú opnað nýja deild hjá sér sem einungis sinnir þessari þjónustu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs hjá Securitas, segir að slíkir starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun til að sinna þessu starfi og að hún sé nokkuð frábrugðin þeirri sem hinir hefðbundnu öryggisverðir fái. Hann segir að Securitas hafi byrjað að bjóða þessa nýju þjónustu árið 2008 en það ár nýttu um tuttugu verslanir sér hana. Sama ár hóf Securitas samstarf við 10-11 en þar áður höfðu starfsmenn verslananna staðið næturvaktirnar. Sigurður Karlsson segir að árið 2008 hafi fimm verslanir verið með næturopnun en nú eru allar 23 verslanir 10-11 opnar allan sólarhringinn, nema verslunin í Firðinum sem lokað er á miðnætti. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fyrirtækið hafi fyrst prófað þessa næturopnun í verslun sinni í Skeifunni fyrir jólin 2008. „Þá átti þetta bara að vera svona jólaþjónusta og einnig hugsað til að dreifa álaginu sem fylgir þessum tíma en kúnninn tók þessu svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Í sumar var síðan ákveðið að hefja næturopnun í verslunum fyrirtækisins á Akureyri og á Eiðistorgi og verður ákvörðun tekin um það í haust hvort framhald verður á. „Þetta hefur fengið fínar viðtökur, til dæmis hringdi í okkur kona sem var afskaplega ánægð með stæltan öryggisvörðinn í Garðabæ sem afgreiddi hana um krem og var öllum hnútum kunnugur í þeim efnum," segir Gunnar Ingi kankvís. jse@frettabladid.is
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira