Ný starfsgrein varð til með næturopnun 6. ágúst 2011 04:00 Um fimmtíu verslanir á landinu eru opnar um nætur. Þessi þróun hefur haft í för með sér nýja starfsgrein sem á milli sextíu til sjötíu manns vinna við í dag. fréttablaðið/rósa Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, telur að um fimmtíu verslanir á landinu öllu séu nú opnar um nætur. Securitas hefur nú opnað nýja deild hjá sér sem einungis sinnir þessari þjónustu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs hjá Securitas, segir að slíkir starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun til að sinna þessu starfi og að hún sé nokkuð frábrugðin þeirri sem hinir hefðbundnu öryggisverðir fái. Hann segir að Securitas hafi byrjað að bjóða þessa nýju þjónustu árið 2008 en það ár nýttu um tuttugu verslanir sér hana. Sama ár hóf Securitas samstarf við 10-11 en þar áður höfðu starfsmenn verslananna staðið næturvaktirnar. Sigurður Karlsson segir að árið 2008 hafi fimm verslanir verið með næturopnun en nú eru allar 23 verslanir 10-11 opnar allan sólarhringinn, nema verslunin í Firðinum sem lokað er á miðnætti. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fyrirtækið hafi fyrst prófað þessa næturopnun í verslun sinni í Skeifunni fyrir jólin 2008. „Þá átti þetta bara að vera svona jólaþjónusta og einnig hugsað til að dreifa álaginu sem fylgir þessum tíma en kúnninn tók þessu svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Í sumar var síðan ákveðið að hefja næturopnun í verslunum fyrirtækisins á Akureyri og á Eiðistorgi og verður ákvörðun tekin um það í haust hvort framhald verður á. „Þetta hefur fengið fínar viðtökur, til dæmis hringdi í okkur kona sem var afskaplega ánægð með stæltan öryggisvörðinn í Garðabæ sem afgreiddi hana um krem og var öllum hnútum kunnugur í þeim efnum," segir Gunnar Ingi kankvís. jse@frettabladid.is Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, telur að um fimmtíu verslanir á landinu öllu séu nú opnar um nætur. Securitas hefur nú opnað nýja deild hjá sér sem einungis sinnir þessari þjónustu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs hjá Securitas, segir að slíkir starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun til að sinna þessu starfi og að hún sé nokkuð frábrugðin þeirri sem hinir hefðbundnu öryggisverðir fái. Hann segir að Securitas hafi byrjað að bjóða þessa nýju þjónustu árið 2008 en það ár nýttu um tuttugu verslanir sér hana. Sama ár hóf Securitas samstarf við 10-11 en þar áður höfðu starfsmenn verslananna staðið næturvaktirnar. Sigurður Karlsson segir að árið 2008 hafi fimm verslanir verið með næturopnun en nú eru allar 23 verslanir 10-11 opnar allan sólarhringinn, nema verslunin í Firðinum sem lokað er á miðnætti. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fyrirtækið hafi fyrst prófað þessa næturopnun í verslun sinni í Skeifunni fyrir jólin 2008. „Þá átti þetta bara að vera svona jólaþjónusta og einnig hugsað til að dreifa álaginu sem fylgir þessum tíma en kúnninn tók þessu svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Í sumar var síðan ákveðið að hefja næturopnun í verslunum fyrirtækisins á Akureyri og á Eiðistorgi og verður ákvörðun tekin um það í haust hvort framhald verður á. „Þetta hefur fengið fínar viðtökur, til dæmis hringdi í okkur kona sem var afskaplega ánægð með stæltan öryggisvörðinn í Garðabæ sem afgreiddi hana um krem og var öllum hnútum kunnugur í þeim efnum," segir Gunnar Ingi kankvís. jse@frettabladid.is
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira