Ný starfsgrein varð til með næturopnun 6. ágúst 2011 04:00 Um fimmtíu verslanir á landinu eru opnar um nætur. Þessi þróun hefur haft í för með sér nýja starfsgrein sem á milli sextíu til sjötíu manns vinna við í dag. fréttablaðið/rósa Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, telur að um fimmtíu verslanir á landinu öllu séu nú opnar um nætur. Securitas hefur nú opnað nýja deild hjá sér sem einungis sinnir þessari þjónustu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs hjá Securitas, segir að slíkir starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun til að sinna þessu starfi og að hún sé nokkuð frábrugðin þeirri sem hinir hefðbundnu öryggisverðir fái. Hann segir að Securitas hafi byrjað að bjóða þessa nýju þjónustu árið 2008 en það ár nýttu um tuttugu verslanir sér hana. Sama ár hóf Securitas samstarf við 10-11 en þar áður höfðu starfsmenn verslananna staðið næturvaktirnar. Sigurður Karlsson segir að árið 2008 hafi fimm verslanir verið með næturopnun en nú eru allar 23 verslanir 10-11 opnar allan sólarhringinn, nema verslunin í Firðinum sem lokað er á miðnætti. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fyrirtækið hafi fyrst prófað þessa næturopnun í verslun sinni í Skeifunni fyrir jólin 2008. „Þá átti þetta bara að vera svona jólaþjónusta og einnig hugsað til að dreifa álaginu sem fylgir þessum tíma en kúnninn tók þessu svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Í sumar var síðan ákveðið að hefja næturopnun í verslunum fyrirtækisins á Akureyri og á Eiðistorgi og verður ákvörðun tekin um það í haust hvort framhald verður á. „Þetta hefur fengið fínar viðtökur, til dæmis hringdi í okkur kona sem var afskaplega ánægð með stæltan öryggisvörðinn í Garðabæ sem afgreiddi hana um krem og var öllum hnútum kunnugur í þeim efnum," segir Gunnar Ingi kankvís. jse@frettabladid.is Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Á bilinu sextíu til sjötíu manns vinna hjá Securitas við öryggisgæslu og afgreiðslustörf samtímis. Í raun má segja að um nýja starfsgrein sé að ræða hér á landi sem á tilurð sína að þakka næturopnunum verslana, en yfir fjörutíu verslanir á höfuðborgarsvæðinu eru nú opnar allan sólarhringinn. Sigurður Karlsson, rekstrarstjóri 10-11, telur að um fimmtíu verslanir á landinu öllu séu nú opnar um nætur. Securitas hefur nú opnað nýja deild hjá sér sem einungis sinnir þessari þjónustu. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri gæslusviðs hjá Securitas, segir að slíkir starfsmenn hljóti sérstaka þjálfun til að sinna þessu starfi og að hún sé nokkuð frábrugðin þeirri sem hinir hefðbundnu öryggisverðir fái. Hann segir að Securitas hafi byrjað að bjóða þessa nýju þjónustu árið 2008 en það ár nýttu um tuttugu verslanir sér hana. Sama ár hóf Securitas samstarf við 10-11 en þar áður höfðu starfsmenn verslananna staðið næturvaktirnar. Sigurður Karlsson segir að árið 2008 hafi fimm verslanir verið með næturopnun en nú eru allar 23 verslanir 10-11 opnar allan sólarhringinn, nema verslunin í Firðinum sem lokað er á miðnætti. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir að fyrirtækið hafi fyrst prófað þessa næturopnun í verslun sinni í Skeifunni fyrir jólin 2008. „Þá átti þetta bara að vera svona jólaþjónusta og einnig hugsað til að dreifa álaginu sem fylgir þessum tíma en kúnninn tók þessu svo vel að við ákváðum að halda þessu áfram," segir hann. Í sumar var síðan ákveðið að hefja næturopnun í verslunum fyrirtækisins á Akureyri og á Eiðistorgi og verður ákvörðun tekin um það í haust hvort framhald verður á. „Þetta hefur fengið fínar viðtökur, til dæmis hringdi í okkur kona sem var afskaplega ánægð með stæltan öryggisvörðinn í Garðabæ sem afgreiddi hana um krem og var öllum hnútum kunnugur í þeim efnum," segir Gunnar Ingi kankvís. jse@frettabladid.is
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira