Innlent

Dómur Mannréttindadómstóls kallar á lagabreytingar

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem Hæstiréttur Íslands er sagður hafa brotið gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans kallar á lagabreytingar að mati prófessors við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarfari.

Eins og kom fram í fréttum Stöðvar tvö í gær komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að Hæstiréttur Íslands hafi brotið gegn ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu þegar hann árið 2004 meinaði konu að flytja mál sitt munnlega fyrir dómnum. Niðurstöðu sína byggði Hæstiréttur á lögum um meðferð einkamála. Dómur Mannnréttindadómstólsins kallar hins vegar á að þessum lögum verði breytt.

Eiríkur Tómasson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, segir að sér sýnist, ef þessi dómur verður endanlegur, að það þurfi að gera breytingar á lögum um meðferð einkamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×