Verulega ósáttir við stöðvun grásleppuveiða Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2020 19:59 Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí. Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Grásleppusjómenn á Akranesi eru ekki sáttir við ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins að stöðva veiðar skyndilega. Það var gert vegna mikillar veiði fyrir norðan land, þar sem veiðarnar hefjast fyrr en annars staðar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði á fimmtudag reglugerð þess efnis að grásleppuveiðar yrðu stöðvaðar á miðnætti, aðfaranótt sunnudags. Sjá einnig: Snögg stöðvun grásleppuveiða mikið áfall fyrir sjómenn Fréttastofan ræddi við sjómenn á Akranesi sem eru vægast sagt ekki sáttir. Kristófer Jónsson, sjómaður og eigandi smábáts, segir þetta vera einfalda stærðfræði. „Menn fara lóðrétt á hausinn með þessa báta og svo eru menn búnir að taka sér frí frá annarri vinnu til að sinna þessu líka.“ Gísli Geirsson sagðist finnast þetta ferleg ákvörðun. „Við erum ekki að veiða nema kannski tvö, þrjú hundruð tonn hérna á Akranesi. Þetta eru 4.600 tonn og það er er ekkert eftir fyrir okkur. Þetta lítur bara illa út.“ Haraldur Jónsson segir þetta koma illa við alla grásleppumenn á Skipaskaganum. „Við erum nú þannig staðsettir að við getum ekki byrjað, eins og Norðlendingarnir, tíunda mars. Við byrjum mun, mun seinna og sumir okkar hérna eru ekki byrjaðir. Ég á enn eftir tíu trossur í sjó. Verð ég ólöglegur á morgun þegar ég fer að sækja þær?“ Gísli sagði menn hafa lagt mikinn kostnað í vertíðina sem er væntanlega tapaður núna. Að endingu sagði Gísli Kristófer svo að hann vissi ekki til þess að ráðherra hefði stöðvað veiðarnar áður. Markaðurinn hefði hins vegar gert það. Hinir tveir virtust sammála Gísla þegar hann sagði svona vinnubrögð ekki ganga upp hjá ráðherra. Haraldur bætti við það og sagðist ekki skilja af hverju veiðin hefði ekki bara verið stöðvuð fyrir norðan og svo velti hann vöngum yfir því af hverju sjómenn í Breiðafirði fengju að veiða í fimmtán daga í maí.
Sjávarútvegur Akranes Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira