Handbolti

Andri Heimir spenntur fyrir komandi leiktíð: „Eins og maður sé að koma heim“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Heimir stefnir á að spila eins mikið og kostur er með ÍR í vetur.
Andri Heimir stefnir á að spila eins mikið og kostur er með ÍR í vetur. Stöð 2/Skjáskot

Andri Heimir Friðriksson kemur til ÍR frá Fram en hann á tvo Íslandsmeistaratitla undir beltinu með ÍBV. Hann mun aðstoða Kristinn Björgúlfsson sem tók við liðinu á dögunum þegar Bjarni Fritzon sagði starfi sínu lausu.

Andri var í viðtali hjá Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld.

„Kiddi hringdi í mig og bað mig um að taka þátt í þessari uppbyggingu. Eftir smá íhugun þá ákvað ég að slá til. Er uppalinn ÍR-ingur og þetta er þannig séð eins og maður sé að koma aftur heim,“ sagði Andri Heimir varðandi það hvernig vistaskiptin komu til.

Mikil umræða hefur verið um fjárhag ÍR að undanförnu en til stóð að kvennalið félagsins yrði lagt niður en það var dregið til baka. Margir af lykilmönnum ÍR-inga eru horfnir á braut, mun það hafa áhrif á deildina á næstu leiktíð?

„Nei nei, það er fullt af strákum að koma og eru fyrir, ungir og efnilegir.“

Að lokum var Andri spurður hversu mikið aðstoðarþjálfarinn myndi spila sjálfum sér í vetur.

„Eins mikið og ég get,“ sagði Andri og hló. Viðtal Júlíönu og frétt Stöðvar 2 má sjá í spilarnum hér að neðan.

Klippa: Viðtal við Andra Heimi

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.