Innlent

Álútflutningur og komur skemmtiferðaskipa undir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip lagst að bryggju hér á landi eins og í ár.
Aldrei hafa fleiri skemmtiferðaskip lagst að bryggju hér á landi eins og í ár. Vísir
Mikið ber enn á milli í kjaraviðræðum Félags skipstjórnarmanna og Sambands íslenskra sveitarfélaga en félögin koma saman til fundar hjá Ríkissáttasemjara í dag. 

Félag Skipstjórnarmanna hefur boðað til verkfallsaðgerða frá og með 25. júlí, laugardeginum næstkomandi, og ljóst er að vinnustöðvun félagsmanna kynni að hafa mikil áhrif á skipaferðir til og frá landinu.

Verkfallsaðgerðirnar tækju til allra hafna utan Reykjavíkur og gætu engin skip lagst að bryggju meðan á því stæði. Það kynni til að mynda setja komur skemmtiferðaskipa til landsins í uppnám, sem og útflutning á áli frá Straumsvík og Fjarðaáli á Reyðarfirði með tilheyrandi gjaldeyristapi fyrir þjóðarbúið.

Ægir Steinn Sveinþórsson stjórnarmaður í Félagi skipstjórnarmanna segir í samtali við Vísi að lítið hafi gerst í viðræðunum undanfarnar vikur en samningar félagsins hafa verið lausir frá því í apríl síðastliðnum.

Þrátt fyrir það er hugur í félagsmönnum að sögn Ægis og vonast þeir til að takist að sauma saman það sem enn ber á milli svo að ekki þurfti að grípa til vinnustöðvunar. Það þurfi að gerast fyrir vikulok.

„Meðan fólk talar saman þá er von,“ segir Ægir en félagið fundar með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í Karphúsinu eftir hádegi í dag. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×