Ebru Umar í farbanni: Hollenski blaðamaðurinn þakkar fyrir stuðninginn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. apríl 2016 20:55 Umar í dag þegar henni var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Ebru Umar, hollenskur blaðamaður, var handtekin í Tyrklandi eftir að hafa gagnrýnt Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á Twitter. Umar skrifaði pistil í hollenska dagblaðið Metro þar sem hún gagnrýndi Erdogan. Greint er frá málinu á BBC og ABC. Á laugardagskvöld tísti hún því að lögreglan væri við dyrnar hjá henni. Hún var færð til yfirheyrslu og höfð í haldi. Henni var sleppt í dag en er í farbanni og því meinað að yfirgefa Tyrkland. Lögmenn hennar eru að vinna í að fá banninu aflétt. Þangað til þarf blaðamaðurinn að koma tvisvar í viku á lögreglustöðina og láta vita af sér. Hún telur að yfirvöld fylgist með símanum sínum. Stuðningur á samfélagsmiðlum Í síðustu viku hvatti tyrkneska ræðisskrifstofan í Rotterdam Tyrkja í Hollandi til að tilkynna móðganir í garð landsins eða forseta þess til yfirvalda. Síðar var hvatningin dregin tilbaka en hún var gagnrýnd harðlega af Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og af hollenskum þingmönnum. Umar gagnrýndi fyrirmælin sjálf í Metro. Í greininni kallaði Umar Erdogan einræðisherra. Rutte hefur verið í sambandi við Umar síðan hún var handtekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Hollendinga sagði í samtali við fjölmiðla í dag: „Við erum meðvituð um ástandið og fylgjumst náið með því sem er í gangi. Við erum í sambandi við hana.“ Myllumerkið #freeebru tók að birtast á hollenskum samfélagsmiðlum í dag þar sem pólitíkusar og fréttaskýrendur kölluðu eftir frelsi blaðamannsins.thinking of dutch columnist @umarebru, now locked up in a #kușadası police station. utter disgrace. #freeebru— Frederike Geerdink (@fgeerdink) April 24, 2016 Erdogan er þekktur fyrir að þola illa gagnrýni og háð í sinn garð og er ekki hræddur við að grípa til lagalegra aðgerða móðgist hann. Síðan 2014 hafa 1800 blaðamenn verið saksóttir fyrir að hafa móðgað Erdogan. Í síðustu viku leyfði Þýskaland að þýskur sjónvarpsmaður Jan Moehmermann yrði saksóttur vegna óheflaðs ljóðs sem hann flutti um Erdogan. Í bæði Hollandi og Þýskalandi er hægt að refsa fólki fyrir það að móðga þjóðhöfðingja í öðru landi en bæði löndin hafa sagst vilja breyta lögunum svo athæfið sé ekki lengur refsivert. Umar hefur verið sleppt úr haldi sem fyrr segir og segist hún ekki hafa við að svara stuðningsskilaboðum. Hún þakkar sýndan stuðning á Twitter í kvöld.THANK YOU ALL SOOOOO MUCH FOR YOUR SUPPORT!— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 very tired and my vingers really can't adjust to the amount of whatsapp and text messages. Still have may to answers https://t.co/tTnMOg2COm— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 NOT ALLOWED TO LEAVE THE COUNTRY— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Ebru Umar, hollenskur blaðamaður, var handtekin í Tyrklandi eftir að hafa gagnrýnt Recep Tayyip Erdogan, forseta landsins, á Twitter. Umar skrifaði pistil í hollenska dagblaðið Metro þar sem hún gagnrýndi Erdogan. Greint er frá málinu á BBC og ABC. Á laugardagskvöld tísti hún því að lögreglan væri við dyrnar hjá henni. Hún var færð til yfirheyrslu og höfð í haldi. Henni var sleppt í dag en er í farbanni og því meinað að yfirgefa Tyrkland. Lögmenn hennar eru að vinna í að fá banninu aflétt. Þangað til þarf blaðamaðurinn að koma tvisvar í viku á lögreglustöðina og láta vita af sér. Hún telur að yfirvöld fylgist með símanum sínum. Stuðningur á samfélagsmiðlum Í síðustu viku hvatti tyrkneska ræðisskrifstofan í Rotterdam Tyrkja í Hollandi til að tilkynna móðganir í garð landsins eða forseta þess til yfirvalda. Síðar var hvatningin dregin tilbaka en hún var gagnrýnd harðlega af Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, og af hollenskum þingmönnum. Umar gagnrýndi fyrirmælin sjálf í Metro. Í greininni kallaði Umar Erdogan einræðisherra. Rutte hefur verið í sambandi við Umar síðan hún var handtekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Hollendinga sagði í samtali við fjölmiðla í dag: „Við erum meðvituð um ástandið og fylgjumst náið með því sem er í gangi. Við erum í sambandi við hana.“ Myllumerkið #freeebru tók að birtast á hollenskum samfélagsmiðlum í dag þar sem pólitíkusar og fréttaskýrendur kölluðu eftir frelsi blaðamannsins.thinking of dutch columnist @umarebru, now locked up in a #kușadası police station. utter disgrace. #freeebru— Frederike Geerdink (@fgeerdink) April 24, 2016 Erdogan er þekktur fyrir að þola illa gagnrýni og háð í sinn garð og er ekki hræddur við að grípa til lagalegra aðgerða móðgist hann. Síðan 2014 hafa 1800 blaðamenn verið saksóttir fyrir að hafa móðgað Erdogan. Í síðustu viku leyfði Þýskaland að þýskur sjónvarpsmaður Jan Moehmermann yrði saksóttur vegna óheflaðs ljóðs sem hann flutti um Erdogan. Í bæði Hollandi og Þýskalandi er hægt að refsa fólki fyrir það að móðga þjóðhöfðingja í öðru landi en bæði löndin hafa sagst vilja breyta lögunum svo athæfið sé ekki lengur refsivert. Umar hefur verið sleppt úr haldi sem fyrr segir og segist hún ekki hafa við að svara stuðningsskilaboðum. Hún þakkar sýndan stuðning á Twitter í kvöld.THANK YOU ALL SOOOOO MUCH FOR YOUR SUPPORT!— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 very tired and my vingers really can't adjust to the amount of whatsapp and text messages. Still have may to answers https://t.co/tTnMOg2COm— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016 NOT ALLOWED TO LEAVE THE COUNTRY— Ebru Umar (@umarebru) April 24, 2016
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira