Erlent

Kona giftist látnum kærasta sínum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Tuttugu og tveggja ára gömul frönsk kona, Karen Jumeux, fékk sérstakt leyfi frá Nicolas Sarkozy frakklandsforseta, til þess að giftast kærasta sínum. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að kærastinn lést fyrir tveimur árum síðan. Forsetinn svaraði bréfinu og féllst á ráðahaginn, ekki síst í ljósi þess að parið hafði verið trúlofað áður en maðurinn lést.

Karen klæddist hvítum brúðarkjól og vegleg athöfn var haldin í ráðhúsinu í Dizi-le-Gros í austurhluta landsins. Eftir brúðkaupið sagði hún við fjölmiðla: „Við höfðum áformað að ala son okkar upp saman. Mig langaði aldrei að gera það ein, en örlögin kipptu í taumana. Hann var fyrsta og eina ástin mín í lífinu og við vorum saman í fjögur ár. Nú er ég eiginkona hans og ég mun ávallt elska hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×