Samkvæmt heimildum Sky Sports virðist franski framherjinn Nicolas Anelka hafa yfirgefið æfingasvæði West Bromwich Albion í morgun.
Fyrstu fréttir af málinu voru á þá leið að leikmaðurinn hafi strunsað af svæðinu, pakkað saman öllu sínu dóti og tilkynnt starfsfólki félagsins að hann væri hættur í fótbolta.
Nú hefur félagið gefið út yfirlýsingu að Anelka sé kominn í frí af persónulegum ástæðum og verður því ekki með liðinu um helgina.
Anelka kom til WBA í sumar og lék sinn fyrsta leik fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en nú virðist hann hafa lagt skóna á hilluna.
Anelka í leyfi af persónulegum ástæðum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið




Bradley Beal til Clippers
Körfubolti


Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu
Fótbolti

Arnar Grétarsson tekinn við Fylki
Fótbolti


