Óeirðir meðan þingmenn ræða sparnað 29. júní 2011 02:00 Mótmælandi og lögreglumaður takast á í miðborg Aþenu. Nordicphotos/AFP Tveggja daga allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í gær og heldur áfram í dag, meðan þingmenn í Aþenu ræða um aðhaldsáform stjórnarinnar. Harðar óeirðir brutust út fyrir utan þinghúsið í gær, þar sem tugir þúsunda manna komu saman til að mótmæla skattahækkunum og sársaukafullum niðurskurði á ríkisútgjöldum. Giorgios Papandreú forsætisráðherra reynir að tryggja stuðning þingsins við aðhaldsaðgerðir upp á 38 milljarða evra, en það samsvarar um 6.400 milljörðum króna. Aðgerðapakkinn gerir ráð fyrir skattahækkunum upp á 14,1 milljarð evra og niðurskurði útgjalda upp á 14,3 milljarða, en að auki er stefnt að sölu ríkiseigna fyrir 50 milljarða á næstu fjórum árum. Þingið þarf að samþykkja þennan sparnaðarpakka til að Grikkland fái næstu útborgun úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, samtals 12 milljarða evra, sem stefnt er að að greiða út snemma í júlí. Mikil andstaða er engu að síður við frumvarpið, bæði meðal þjóðarinnar og inni á þingi. Þótt sósíalistastjórn Papandreús hafi fengið samþykkta traustsyfirlýsingu á þingi í síðustu viku er andstaða við frumvarpið einnig mikil innan stjórnarflokksins PASOK. Tveir þingmenn úr stjórnarliðinu hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að samþykkja frumvarpið, en stjórnin er með aðeins fimm þingmanna meirihluta þannig að mjótt er á mununum að það verði fellt. Verkalýðsfélögin efndu til tveggja daga allsherjarverkfalls, sem hófst í gær en lýkur í dag, sama daginn og þingið hyggst afgreiða aðhaldsfrumvarpið. Verkfallið hefur að nokkru lamað þjóðlíf í landinu. Almenningssamgöngur hafa legið nær alveg niðri og opinber þjónusta sömuleiðis. Um tuttugu þúsund manns komu saman á Syntagmatorginu í Aþenu í gær til að efna til friðsamlegra mótmæla, en þau snerust fljótlega upp í óeirðir. Hópar grímuklæddra mótmælenda komu til leiks greinilega búnir undir átök, vopnaðir bareflum og jafnvel skjöldum. Þeir brutu meðal annars rúður í verslunum, kveiktu í bílum og réðust sumir hverjir gegn lögreglunni. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Tveggja daga allsherjarverkfall hófst í Grikklandi í gær og heldur áfram í dag, meðan þingmenn í Aþenu ræða um aðhaldsáform stjórnarinnar. Harðar óeirðir brutust út fyrir utan þinghúsið í gær, þar sem tugir þúsunda manna komu saman til að mótmæla skattahækkunum og sársaukafullum niðurskurði á ríkisútgjöldum. Giorgios Papandreú forsætisráðherra reynir að tryggja stuðning þingsins við aðhaldsaðgerðir upp á 38 milljarða evra, en það samsvarar um 6.400 milljörðum króna. Aðgerðapakkinn gerir ráð fyrir skattahækkunum upp á 14,1 milljarð evra og niðurskurði útgjalda upp á 14,3 milljarða, en að auki er stefnt að sölu ríkiseigna fyrir 50 milljarða á næstu fjórum árum. Þingið þarf að samþykkja þennan sparnaðarpakka til að Grikkland fái næstu útborgun úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, samtals 12 milljarða evra, sem stefnt er að að greiða út snemma í júlí. Mikil andstaða er engu að síður við frumvarpið, bæði meðal þjóðarinnar og inni á þingi. Þótt sósíalistastjórn Papandreús hafi fengið samþykkta traustsyfirlýsingu á þingi í síðustu viku er andstaða við frumvarpið einnig mikil innan stjórnarflokksins PASOK. Tveir þingmenn úr stjórnarliðinu hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að samþykkja frumvarpið, en stjórnin er með aðeins fimm þingmanna meirihluta þannig að mjótt er á mununum að það verði fellt. Verkalýðsfélögin efndu til tveggja daga allsherjarverkfalls, sem hófst í gær en lýkur í dag, sama daginn og þingið hyggst afgreiða aðhaldsfrumvarpið. Verkfallið hefur að nokkru lamað þjóðlíf í landinu. Almenningssamgöngur hafa legið nær alveg niðri og opinber þjónusta sömuleiðis. Um tuttugu þúsund manns komu saman á Syntagmatorginu í Aþenu í gær til að efna til friðsamlegra mótmæla, en þau snerust fljótlega upp í óeirðir. Hópar grímuklæddra mótmælenda komu til leiks greinilega búnir undir átök, vopnaðir bareflum og jafnvel skjöldum. Þeir brutu meðal annars rúður í verslunum, kveiktu í bílum og réðust sumir hverjir gegn lögreglunni. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira