Sýnum geðheilsu þá alúð sem hún þarfnast Anra Rut Arnarsdottir skrifar 1. maí 2020 12:00 Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun