Sýnum geðheilsu þá alúð sem hún þarfnast Anra Rut Arnarsdottir skrifar 1. maí 2020 12:00 Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskólanám er erfitt, tímafrekt og dýrt. Mikið álag fylgir náminu, hvort sem það er vinnuálag eða áhyggjur af fjármálum sem virðist fylgja flest öllum háskólanemum. Með miklu álagi fylgja oft ýmis geðræn vandamál. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu. Í Háskólanum Í Reykjavík er boðið upp á sálfræðiþjónustu, samkvæmt heimasíðu skólans felur sú þjónusta í sér sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Ég fagna því að einhverskonar sálfræðiþjónusta sé í boði innan veggja skólans en það er alltaf hægt að gera betur. Sálfræðiþjónusta er dýr og fyrir nemendur í háskóla búa flestir ekki við þann lúxus að geta keypt sér þjónustu fyrir tugi þúsunda. Þess vegna er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að einstaklingsviðtölum reglulega og þá helst innan síns skóla. Margir sem þjást af einhverskonar geðrænum vandamálum eins og kvíða og þunglyndi eru ekki tilbúnir til að deila því með öðrum í hópmeðferðum eins og Háskólinn í Reykjavík býður upp á. Geðheilsa hefur lengi verið feimnismál og þó svo það sé búið að brjóta niður marga veggi í þeim efnum er enn oft erfitt fyrir fólk, stúdenta eins og aðra, að stíga sitt fyrsta skref í áttina að bættri geðheilsu. Til þess að nemendur nýti sér þessa þjónustu þarf að kynna hana vel og gera hana aðgengilega öllum. Geðheilsa er með þeim mikilvægustu hlutum í lífi manns og því þurfum við að sýna henni þá athygli og alúð sem hún þarfnast. Eins og ástandið er í dag og áhrifin sem það hefur á vinnumarkaðinn má búast við því að aukið álag og aukin streita fylgi stúdentum inn á næstu önnum vegna þeirrar óvissu sem er uppi í samfélaginu. Því er mikilvægara en aldrei fyrr að auka við sálfræðiþjónustu í háskólum landsins. Eins og aðrir háskólanemar þurfa HR-ingar fleiri úrræði og meiri geðheilbrigðisþjónustu. Ég kalla því eftir aukinni þjónustu í Háskólanum í Reykjavík og þar með betra aðgengi að sálfræðiviðtölum með stuttum biðtíma. Háskólinn í Reykjavík verður að vera tilbúinn í að styðja við nemendur sína með þeim hætti. Höfundur er verðandi formaður Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík Greinin er hluti af „Geðveiku álagi“, herferð Landsamtaka íslenskra stúdenta. Skrifaðu undir ákall samtakanna hér.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun