Dísilolían lækkar um 5 krónur 7. maí 2005 00:01 Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
Geir Haarde fjármálaráðherra lagði í gær fram frumvarp til laga um lækkun olíugjalds á dísilolíu, en að óbreyttu heimsmarkaðsverði hefði dísilolía orðið dýrari en bensín frá 1. júlí næstkomandi. "Hugmyndin með kerfisbreytingum á olíugjaldi var meðal annars að hvetja til notkunar dísilolíu því hún er að jafnaði ódýrari fyrir þjóðarbúið. Eldsneytisnotkun díslibifreiða er minni en bensínbifreiða og auk þess veldur dísilolían minni mengun," segir Geir Haarde. Hann segir að ef dísilolían eigi að verða ódýrari en bensínið efir 1.júlí verði að bregðast við háu heimsmarkaðsverði olíunnar nú. "Ríkisstjórnin samþykkti í þessu ljósi tillögu mína um að lækka olíugjald á útsöluverð um fimm krónur lítrann. Þetta er bráðabirgðaákvæði og í haust verðum við að fara nánar yfir málið þegar komin er nokkurra mánaða reynsla á þetta. Stilla þarf olíugjaldið af með varanlegri hætti gagnvart bensíngjaldinu, sem er reyndar tvískipt, og svo kílómetragjaldið sem lagt er á bíla tíu tonn og þyngri. Þannig ættu allir að borga eðlilega af sinni eldsneytisnotkun. Við ráðum ekki heimsmarkaðsverðinu.En það hefur lengi verið rætt um að koma á þessu olíugjaldskerfi og lög um það voru samþykkt í fyrra. Flestir töldu þetta vera til bóta, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Við viljum bregðast við þessum sérstöku aðstæðum með lækkun olíugjaldsins þótt það kosti ríkissjóð um 160 milljónir króna minni tekjur á þessu ári," segir Geir. Hann telur líkur á því að dísilolían lækki í verði gagnvart bensíni á næstu mánuðum og segir ástandið bæði óvenjulegt og óeðlilegt á heimsmarkaðnum. "Þetta verður bráðabirgðaákvæði við gildandi lög og er ætlað að gilda í sex mánuði. Þetta krefst lagabareytingar nú þegar langt er liðið á þinghaldið og ég vona að um þetta náist góð samstaða." Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, fagnar áformum um verðlækkun dísilolíunnar, enda sé með samþykktinni leitast við að ná grundvallarmarkmiðum um að lækka olíureikning þjóðarinnar og draga úr koltvísýringsmengun bílaflotans. "Þetta er þjóðþrifamál og ég hvet alla þingmenn til þess að samþykkja þetta frumvarp," segir Runólfur Ólafsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira