Innlent

Óvíst með bæjarstjóra

Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn í Kópavogi hófu í gær viðræður um hver taki við starfi bæjarstjóra í kjölfar andláts Sigurðar Geirdal. Hansína Ásta Björgvinsdóttir, oddviti framsóknarmanna í bænum, og Gunnar I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna, hittust á formlegum fundi en ætla nú að ræða við eigin flokksmenn um framhaldið. Hansína segir ekki ljóst hvenær niðurstaða fáist en Gunnar telur að það verði í þessari viku. Samkvæmt samningi sem flokkarnir tveir gerðu við upphaf kjörtímabilsins mun Gunnar I. Birgisson taka við bæjarstjórastarfinu 1. júní næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×