Flugeldasýning hjá Ljónunum 11. desember 2004 00:01 Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Þá hefur gamla kempan Ísak Tómasson, eða hinn íslenski Isiah Thomas eins og hann var oft kallaður hér áður, skipt yfir í Ljónin og verður leikhæfur eftir áramót. Hugur Ljónanna fór ekkert á milli mála þegar Fréttablaðið setti sig í samband við þjálfara liðsins, Jón Júlíus Árnason. "Ætli við skellum okkur ekki bara í úrvalsdeildina á næsta ári," sagði Jón í léttu bragði. "Nei, nei. Við ætlum allavega að fara í 1. deildina og athuga hvort við eigum möguleika gegna liðunum þar." Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn væru á leið til landsins til að leika með Ljónunum. "Við tókum þá ákvörðun að rokka þetta aðeins upp. Við ætluðum reyndar ekki að fá Kana fyrr en eftir áramót en úr því að við fengum Skallagrím í bikarnum fannst okkur í góðu lagi að flýta þessu um einn mánuð. Þeir spila að vísu bara þennan eina leik," fullyrti Jón. Stefna Ljónanna er sáraeinföld gegn Skallagrími. Menn ætla að bera sigur úr býtum. "Við erum einir um þessa skoðun en okkur finnst við vera nokkuð góðir ennþá. Við getum sagt skák við Skallagrím og jafnvel mát." Að sögn Jóns er von á glaðningi eftir áramót þegar gömul hetja mun leggja leið sína í Ljónagryfjuna og gleðja unnendur körfuboltans hér á landi. "Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að ná sambandi við Rondey Robinson, fyrrum leikmann Njarðvíkurliðsins, en það hefur ekki tekist enn. Það næst vonandi en við höfum verið í sambandi við John Rhodes, vin hans, sem lék lengi vel með Haukum og ÍR." Rondey er ekki eina hetjan sem orðuð hefur verið við Ljónin. "Jú, hann Teitur er búinn að grennast töluvert," sagði Jón hlæjandi. "Hann hefur ekki getað verið með af einhverjum ástæðum en það er vonandi að hann hafi tök á því eftir áramót. Þó hann geti hvorki hlaupið hratt né mikið þá getur hann alltaf hangið fyrir utan þriggja og sett nokkrar körfur." Búist má við góðri mætingu í Ljónagryfjuna í dag enda hefur lið Ljónanna staðið sig með ágætum fram til þessa. "Það verður tekið forskot á áramótin og boðið upp á mikla og góða flugeldasýningu í Ljónagryfjunni í dag," sagði Jón. Körfubolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira
Ljónin taka á móti Skallagrími í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik karla. Lið Ljónanna, sem stofnað var fyrir tímabilið í vetur, hefur ráðið til sín tvo erlenda leikmenn, þá Anthony Quinn Jones og Steve Smith. Smith er að stíga sín fyrstu skref á erlendri grundu en Jones lék með Grindvíkingum undir lokin á síðasta tímabili. Þá hefur gamla kempan Ísak Tómasson, eða hinn íslenski Isiah Thomas eins og hann var oft kallaður hér áður, skipt yfir í Ljónin og verður leikhæfur eftir áramót. Hugur Ljónanna fór ekkert á milli mála þegar Fréttablaðið setti sig í samband við þjálfara liðsins, Jón Júlíus Árnason. "Ætli við skellum okkur ekki bara í úrvalsdeildina á næsta ári," sagði Jón í léttu bragði. "Nei, nei. Við ætlum allavega að fara í 1. deildina og athuga hvort við eigum möguleika gegna liðunum þar." Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn væru á leið til landsins til að leika með Ljónunum. "Við tókum þá ákvörðun að rokka þetta aðeins upp. Við ætluðum reyndar ekki að fá Kana fyrr en eftir áramót en úr því að við fengum Skallagrím í bikarnum fannst okkur í góðu lagi að flýta þessu um einn mánuð. Þeir spila að vísu bara þennan eina leik," fullyrti Jón. Stefna Ljónanna er sáraeinföld gegn Skallagrími. Menn ætla að bera sigur úr býtum. "Við erum einir um þessa skoðun en okkur finnst við vera nokkuð góðir ennþá. Við getum sagt skák við Skallagrím og jafnvel mát." Að sögn Jóns er von á glaðningi eftir áramót þegar gömul hetja mun leggja leið sína í Ljónagryfjuna og gleðja unnendur körfuboltans hér á landi. "Það er ekkert leyndarmál að við höfum reynt að ná sambandi við Rondey Robinson, fyrrum leikmann Njarðvíkurliðsins, en það hefur ekki tekist enn. Það næst vonandi en við höfum verið í sambandi við John Rhodes, vin hans, sem lék lengi vel með Haukum og ÍR." Rondey er ekki eina hetjan sem orðuð hefur verið við Ljónin. "Jú, hann Teitur er búinn að grennast töluvert," sagði Jón hlæjandi. "Hann hefur ekki getað verið með af einhverjum ástæðum en það er vonandi að hann hafi tök á því eftir áramót. Þó hann geti hvorki hlaupið hratt né mikið þá getur hann alltaf hangið fyrir utan þriggja og sett nokkrar körfur." Búist má við góðri mætingu í Ljónagryfjuna í dag enda hefur lið Ljónanna staðið sig með ágætum fram til þessa. "Það verður tekið forskot á áramótin og boðið upp á mikla og góða flugeldasýningu í Ljónagryfjunni í dag," sagði Jón.
Körfubolti Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Sjá meira