Telja svör Strætó ekki fullnægjandi Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2015 14:55 Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. vísir/stefán Á fundi borgarráðs 15. janúar sl. báðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um svör við átta spurningum sem varða ferðaþjónustu fatlaðra. Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. fengust svör við þeim spurningum en að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þóttu svörin ekki vera fullnægjandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.Sjá einnig: Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Á fundi borgarstjórnar sem er núna í gangi verður umræða um ferðaþjónustu fatlaðra. Hér að neðan má lesa spurningar Sjálfstæðismanna og svör Strætó við þeim. Svör Strætó1. Hvaða tölvukerfi var tekið upp hjá Strætó bs. til að sinna þessu verkefni? Nous DR frá fyrirtækinu Trapeze2. Var þetta keypt sem staðlað kerfi eða er þetta sérsmíðað og þá af hverjum? Staðlað kerfi.3. Var sú þjónusta boðin út? Nei, enda undir viðmiðunarmörkum bæði skv. reglugerð stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, og innkaupastefnu Strætó sem gerir ráð fyrir að farið sé eftir framangreindri reglugerð.4. Hver var ráðgjafi Strætó bs. við val á þessum búnaði, aðlögun, þjálfun og innleiðingu? Við vorum ekki með aðkeyptan ráðgjafa við val á búnaði. Starfsmenn Trapeze sáu um innleiðinguna og þjálfun o var kostnaður af því hluti af uppsetningarkostnaði, sjá lið5. Hvað kostaði þetta tölvukerfi? Uppsetning kostaði 9,2 m.kr. og árlegur leyfiskostnaður 6,1 m.kr.6. Hver mun bera kostnaðinn af þeirri leiðréttingu sem greinilega þarf að gera? Enginn beinn kostnaður er vegna leiðréttingar. Starfsmenn Strætó hafa unnið samhliða öðrum störfum í fyrirtækinu að leiðrétta upplýsingar í kerfinu.7. Mun sá rekstrarsparnaður sem áætlað var að ná við útboð á þjónustunni nást? Starfsmenn Strætó komu ekki að gerð áætlun um rekstrarsparnað sem átti að ná við útboð á þjónustunni og hafa ekki séð þess áætlun.8. Var of mörgu fólki með reynslu sagt upp þannig að þekking yfirfærðist ekki við breytingu á þjónustunni? Til að hægt væri að gera þær breytingar á þjónustunni sem þjónustulýsingin gerir ráð fyrir var óhjákvæmilegt að segja upp öllum starfsmönnum Ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Reykjavík. Allir starfsmennirnir voru hvattir til að sækja um nýjar stöður í þjónustuveri og önnur störf hjá Strætó en því miður höfðu fáir áhuga á því.Sjá einnig: Starfsmönnum Strætó aftur kennt á kerfið bak við ferðaþjónustu fatlaðraHér að neðan má lesa bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eftir að svörin bárust:„Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir svörin en óska eftir frekari skýringum varðandi spurningu 4 um ráðgjöf við kaup á búnaði, aðlögun og innleiðingu. Ekki var spurt um hvort ráðgjafinn hafi verið aðkeyptur eða ekki heldur hvaðan ráðgjöfin kom. Einhver þarfagreining hlýtur að hafa farið fram eða ráðgjöf yfir höfuð innanhúss eða utan áður en ákveðið er að kaupa þetta erlenda kerfi frá Trapeze? Er umboðsaðili fyrir kerfið á Íslandi? Hefur kerfið verið notað annars staðar í ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk? Þá er óskað eftir frekari svörum varðandi spurningu nr. 7 um rekstrarsparnað. Þar sem spurningum borgarráðsfulltrúa var ekki beint sérstaklega til Strætó heldur frekar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er ekki óeðlilegt þó Strætó geti ekki svarað spurningu um rekstrarsparnað sem á að nást með útboði á ferðaþjónustu fatlaðra. Í svari við spurningu nr. 8 um hvort of mörgu fólki með reynslu hafi verið sagt upp þannig að þekking yfirfærðist ekki er fullyrt að allir starfsmann hafi verið hvattir til að sækja um nýjar stöður. Þessi fullyrðing stangast á við það sem fyrrum starfsmenn sem voru í 50% stöðum hafa sagt sjálfir. Hver er skýringin á því? Þó Strætó sé byggðasamlag er eðlilegt í þessu tilliti að horfa til eftirfarandi ákvæðis í þessu samhengi úr mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. ,,4.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi. 6. Hæfnis- og árangurslaun og aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á kjör starfsmanna borgarinnar skulu byggjast á málefnalegum forsendum, óháð fötlun. 4.2.1 Umsækjandi með fötlun skal njóta forgangs í störf hjá borginni sé hann jafnhæfur eða hæfari en aðrir umsækjendur, sbr. 32. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Fatlaðir einstaklingar skulu njóta sömu kjara og ófatlaðir, sbr. 1. grein í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Á fundi borgarráðs 15. janúar sl. báðu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um svör við átta spurningum sem varða ferðaþjónustu fatlaðra. Á fundi borgarráðs á fimmtudaginn sl. fengust svör við þeim spurningum en að mati borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þóttu svörin ekki vera fullnægjandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík.Sjá einnig: Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Á fundi borgarstjórnar sem er núna í gangi verður umræða um ferðaþjónustu fatlaðra. Hér að neðan má lesa spurningar Sjálfstæðismanna og svör Strætó við þeim. Svör Strætó1. Hvaða tölvukerfi var tekið upp hjá Strætó bs. til að sinna þessu verkefni? Nous DR frá fyrirtækinu Trapeze2. Var þetta keypt sem staðlað kerfi eða er þetta sérsmíðað og þá af hverjum? Staðlað kerfi.3. Var sú þjónusta boðin út? Nei, enda undir viðmiðunarmörkum bæði skv. reglugerð stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti, og innkaupastefnu Strætó sem gerir ráð fyrir að farið sé eftir framangreindri reglugerð.4. Hver var ráðgjafi Strætó bs. við val á þessum búnaði, aðlögun, þjálfun og innleiðingu? Við vorum ekki með aðkeyptan ráðgjafa við val á búnaði. Starfsmenn Trapeze sáu um innleiðinguna og þjálfun o var kostnaður af því hluti af uppsetningarkostnaði, sjá lið5. Hvað kostaði þetta tölvukerfi? Uppsetning kostaði 9,2 m.kr. og árlegur leyfiskostnaður 6,1 m.kr.6. Hver mun bera kostnaðinn af þeirri leiðréttingu sem greinilega þarf að gera? Enginn beinn kostnaður er vegna leiðréttingar. Starfsmenn Strætó hafa unnið samhliða öðrum störfum í fyrirtækinu að leiðrétta upplýsingar í kerfinu.7. Mun sá rekstrarsparnaður sem áætlað var að ná við útboð á þjónustunni nást? Starfsmenn Strætó komu ekki að gerð áætlun um rekstrarsparnað sem átti að ná við útboð á þjónustunni og hafa ekki séð þess áætlun.8. Var of mörgu fólki með reynslu sagt upp þannig að þekking yfirfærðist ekki við breytingu á þjónustunni? Til að hægt væri að gera þær breytingar á þjónustunni sem þjónustulýsingin gerir ráð fyrir var óhjákvæmilegt að segja upp öllum starfsmönnum Ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Reykjavík. Allir starfsmennirnir voru hvattir til að sækja um nýjar stöður í þjónustuveri og önnur störf hjá Strætó en því miður höfðu fáir áhuga á því.Sjá einnig: Starfsmönnum Strætó aftur kennt á kerfið bak við ferðaþjónustu fatlaðraHér að neðan má lesa bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eftir að svörin bárust:„Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir svörin en óska eftir frekari skýringum varðandi spurningu 4 um ráðgjöf við kaup á búnaði, aðlögun og innleiðingu. Ekki var spurt um hvort ráðgjafinn hafi verið aðkeyptur eða ekki heldur hvaðan ráðgjöfin kom. Einhver þarfagreining hlýtur að hafa farið fram eða ráðgjöf yfir höfuð innanhúss eða utan áður en ákveðið er að kaupa þetta erlenda kerfi frá Trapeze? Er umboðsaðili fyrir kerfið á Íslandi? Hefur kerfið verið notað annars staðar í ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk? Þá er óskað eftir frekari svörum varðandi spurningu nr. 7 um rekstrarsparnað. Þar sem spurningum borgarráðsfulltrúa var ekki beint sérstaklega til Strætó heldur frekar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er ekki óeðlilegt þó Strætó geti ekki svarað spurningu um rekstrarsparnað sem á að nást með útboði á ferðaþjónustu fatlaðra. Í svari við spurningu nr. 8 um hvort of mörgu fólki með reynslu hafi verið sagt upp þannig að þekking yfirfærðist ekki er fullyrt að allir starfsmann hafi verið hvattir til að sækja um nýjar stöður. Þessi fullyrðing stangast á við það sem fyrrum starfsmenn sem voru í 50% stöðum hafa sagt sjálfir. Hver er skýringin á því? Þó Strætó sé byggðasamlag er eðlilegt í þessu tilliti að horfa til eftirfarandi ákvæðis í þessu samhengi úr mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. ,,4.2 Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi. 6. Hæfnis- og árangurslaun og aðrar ákvarðanir sem hafa áhrif á kjör starfsmanna borgarinnar skulu byggjast á málefnalegum forsendum, óháð fötlun. 4.2.1 Umsækjandi með fötlun skal njóta forgangs í störf hjá borginni sé hann jafnhæfur eða hæfari en aðrir umsækjendur, sbr. 32. gr. laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992. Fatlaðir einstaklingar skulu njóta sömu kjara og ófatlaðir, sbr. 1. grein í lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira