Innlent

Tveir á slysadeild eftir umferðaróhapp

Að minnsta kosti fjögur umferðaróhöpp hafa orðið vegna hálku frá því klukkan níu í kvöld. Tveir menn voru fluttir á slysadeild eftir að bíll þeirra valt á Hafnafjarðarvegi rétt eftir klukkan níu í kvöld og stuttu eftir það varð bílvelta á Gullinbrú. Þá varð umferðaróhapp á Grensásvegi og jafnframt varð óhapp á Miklubraut þegar bíll rann til í hálku og fór á staur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×