Innlent

Lést úr sjaldgæfu heilameini

Læknar hafa fundið út að dánarorsök hinnar 24 ára gömlu Geraldine Atkinson var sjaldgæf tegund heilameins. Um er að ræða æxli sem dregur tíu manns til dauða á ári í Bretlandi.

Geraldine fannst látinn í rúmi sínu á gistiheimili í Laugardalnum hér á Íslandi í byrjun febrúar. Dánarorsök var óljós en ekki var búið að finna banamein Geraldine þegar hún var jarðsungin á þriðjudaginn síðasta. Heila hennar var haldið eftir og rannsóknir framkvæmdar. Að lokum kom í ljós að hið dularfulla banamein reyndist vera sjaldgæf myndun heilameins sem uppgvötast ekki fyrr en viðkomandi er látinn.

Geraldine átti framtíðina fyrir sér en hú var afburðarnemi í læknisfræðum. Faðir hennar, Christopher Atkinson sagði hana sérstaklega einbeitta persónu og að hana hafi langað að vera læknir síðan hún var lítil stúlka.

Í frétt sem Daily mail birti um málið kom fram að frekari rannsóknir á banameini Geraldine af hálfu lögreglunnar á hér á landi gætu tekið allt að fjóra mánuði.






























Fleiri fréttir

Sjá meira


×