Innlent

Íslandshreyfingin gengur í Samfylkinguna

Margrét Sverrisdóttir varaformaður Íslandshreyfingarinnar og Ómar Ragnarsson formaður.
Margrét Sverrisdóttir varaformaður Íslandshreyfingarinnar og Ómar Ragnarsson formaður.

Stjórn Íslandshreyfingarinnar hefur samþykkt að hreyfingin óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi kosningum. Stjórnin skorar á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst. Ranglát kosningalöggjöf setji flokknum þær skorður að stjórnin telur of áhættusamt að bjóða frame ins og sér.

Í samtali við fréttastofu fyrr í morgun staðfesti Ómar Ragnarson, formaður Íslandshreyfingarinnar, að viðræður hefðu átt sér stað en hann vildi ekki greina frá því hversu langt þær væru komnar.

Í tilkynningu segir að Íslandshreyfingin hafi frá upphafi litið á sig sem fyrsta og eina græna flokkinn sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri og liggi því nálægt Samfylkingunni í litrófi íslenskra stjórnmála.

Íslandshreyfingin hlaut rúmlega 6000 atkvæði í kosningunum vorið 2007 eða 3,3% atkvæða. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur naut hreyfingin stuðnings rúmlega 5% kjósenda.
Tengdar fréttir

Ómar og Margrét funduðu með Samfylkingunni um bandalag

Forystumenn Íslandshreyfingarinnar funduðu í gær með framkvæmdastjóra og gjaldkera Samfylkingarinnar um hugsanlegt samstarf. ,,Fimm prósent þröskuldurinn hefur gríðarleg áhrif á landslag minni flokkanna og við höfum verið að kanna hvort það sé flötur að við verðum í kosningabandalagi við eitthvað að öðrum framboðum," segir Ómar Ragnarsson formaður Íslandshreyfingarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.