Lífið

Rihanna gerir lítið úr aðdáanda

Rihanna var glæsileg í samfestingnum.
Rihanna var glæsileg í samfestingnum. vísir/getty
Söngkonan Rihanna er þekkt fyrir að fara áður ótroðnar slóðir í fatavali en eitt þeirra atvika var þegar hún klæddist sægrænum samfesting úr smiðju Alexandre Vauthier árið 2010.

Einn aðdéndaenda söngkonunnar, hin sextán ára gamla Alexis Carter, ákvað að stæla Rihönnu og mæta á skólaböll í samfesting sem minnti á Vauthier klæðnað stórstjörnunnar.

Bekkjarsystkini Carter voru þó ekki lengi að byrja að taka myndir af henni í samfestingnum og senda á samfélagsmiðilinn Twitter undir kassamerkinu #PromBat, sem lausþýðist sem dansleikjaleðurblaka.

Twitter skilaboðin náðu á endanum alla leið til Rihönnu sem að ákvað að taka ekki upp hanskann fyrir aðdáanda sinn heldur sendi frá sér myndina af stúlkunni ásamt svonefndum fýlukall eða :(.

Ekki nóg með það heldur birti söngkonan sjálf mynd af ungu stelpunni í kjólnum þar sem hún hafði sett merki rapphljómsveitarinnar Wu Tang Clan en merkið minnir lauslega á samfesting ungu stúlkunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.