Lífið

Hasselhoff hefur engu gleymt

David Hasselhoff þótti traustsins verður í hlutverki Mitchs Buchannons í Strandvörðum
David Hasselhoff þótti traustsins verður í hlutverki Mitchs Buchannons í Strandvörðum MYND/Getty Images

Strandvörðurinn þýski, David Hasselhoff, var úti að skemmta sér í Las Vegas um helgina. Sást til hans á næturklúbb þar sem hann átti í heitum dansi við konu, sem ku vera gömul kærasta hjartaknúsarans. Það virðist því ljóst að lengi lifir í gömlum glæðum.

David er staddur í Las Vegas þessa dagana þar sem hann tekur þátt í uppfærslu Mel Brooks á The Producers sem sýnt er á Paris Hótelinu.

David Hasselhoff var í burðarhlutverki í þáttunum um Strandverðina sem sýndir voru hérlendis á síðasta áratug. Komu þeir kynbombum á borð við Pamelu Anderson og Carmen Electra á kortið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.