FIBA: Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:30 Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19. Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason á mjög ótrúlega en um leið mjög áhugaverða sögu þegar kemur að uppgöngu hans inn á körfuboltavellinum. Tryggvi Snær Hlinason er nú atvinnumaður hjá spænska félaginu Zaragoza og algjör lykilmaður í íslenska körfuboltalandsliðinu. Það eru ekki mörg ár síðan að hann hafði aldrei komið á körfuboltaæfingu og var bara bóndasonur á Svartárkoti í Bárðardal. Saga Tryggva var tilefni fyrir Alþjóðakörfuknattleikssambandið, FIBA, til að setja saman myndband á samfélagsmiðla sína en það má sjá hér fyrir neðan þar sem er farið yfir það að strákurinn fór á aðeins þremur árum frá því að vera strákur í litlu þorpi á Íslandi í það að spila körfubolta fyrir framan þúsundir manns. watch on YouTube Í þessu skemmtilega myndbandi er farið yfir það hversu stuttan tíma það tók Tryggva að fara frá því að mæta á fyrstu körfuboltaæfinguna í það að spila með liði í Eurolegue. „Tryggvi er sönnun þess að líf manns getur breyst mjög fljótt,“ segir meðal annars í myndbandinu um Tryggva. Tryggvi hóf ferilinn með Þór Akureyri og spilaði þrjú tímabil með liðinu. Aðeins það síðasta var í úrvalsdeildinni en Tryggvi var þá með 11,6 stig, 8,1 frákast og 2,7 varin skot að meðaltali í Domino´s deildinni þar sem Þórsliðið komst í úrslitakeppnina. Tryggvi fór út í atvinnumennsku haustið 2017 eftir að hafa slegið í gegnum með íslenska 20 ára landsliðinu á EM U-20 um sumarið þar sem Ísland náði áttunda sæti og Tryggvi var valin í lið mótsins. Tryggvi skilaði þá 16,1 stigi, 11,6 fráköst, 3,1 vörðu skoti og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í úrslitakeppni Evrópumótsins. Tryggvi gekk til liðs við Basket Zaragoza í júlí 2019 og gerði þá þriggja ára samning við spænska liðið. Tryggvi hefur gert góða hluti með liðinu i vetur en Zaragoza komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og var í þriðja sæti spænsku deildarinnar á eftir Barcelona og Real Madrid þegar keppni var hætt vegna COVID-19.
Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira