Lífið

Hjalti Már sigraði

Hjalti Már borðaði 900 grömm af smjöri um síðustu helgi og vann sér inn fimmtíu þúsund krónur.
Hjalti Már borðaði 900 grömm af smjöri um síðustu helgi og vann sér inn fimmtíu þúsund krónur.

Hjalti Már Svavarsson bar sigur úr býtum í smjörátskeppni sem var haldin á veitinga- og kúrekastaðnum Tony"s County um síðustu helgi. Höfðu keppendur fimmtán mínútur til að háma í sig eitt kíló af smjöri.

Hjalti náði að torga um 900 grömmum á mínútunum fimmtán og uppskar að launum fimmtíu þúsund krónur í verðlaun. „Hann tók þessu mjög alvarlega. Hann kyngdi þessu öllu en eftir smástund kom gusa og hann ældi þessu öllu, aumingja maðurinn,“ segir Eymundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Tony"s County. „Ég talaði við hann eftir þetta og hann fann ekkert fyrir þessu en hann borðar örugglega ekki mikið smjör á næstunni.“

Þrír aðrir keppendur tóku þátt og náðu tveir þeirra að klára 250 gramma smjörklípu en einn hafði aðeins lyst á 100 grömmum. Tveir hjúkrunarfræðingar voru til taks ef eitthvað færi úrskeiðis en sú varð ekki raunin.

Að sögn Eymundar stendur næst til að halda keppni í skyráti og verða þá 75 þúsund krónur í pottinum, hvorki meira né minna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.