Sport

Newcastle vill Beattie

Newcastle vill fá enska framherjann James Beattie frá Southampton og hafa boðið félaginu fimm milljónir punda og Frakkann Laurent Robert fyrir kappann. Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, sér Beattie sem vænlegan kost til að taka við af Alan Shearer sem hyggst leggja skóna á hilluna að loknu þessu tímabili. Newcastle er þó ekki eina liðið sem vill fá Beattie í sínar raðir því Everton og Aston Villa eru að sögn einnig spennt fyrir kappanum. Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Southampton, vill gjarnan halda sínum besta sóknarmanni en viðurkenndi þó að það gæti orðið erfitt. "Í hinum ullkomna heimi þá myndi ég halda honum og byggja liðið í kringum hann. Við vöðum hins vegar ekki í peningum og ef ég ætla að kaupa nokkra leikmenn þá gæti ég þurft að selja hann."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×