Innlent

Þarf að bíða í fjörtíu ár eftir fullum bótum

Íslenskur öryrki af erlendu bergi, fær ekki fullar bætur fyrr en eftir fjörtíu ára búsetu. Hún þarf að lifa af tæpum sextíu þúsund krónum á mánuði.

Norisa Suana flutti til Íslands frá Filipseyjum árið 2002. Hún giftist íslenskum manni, Pálmari Smára, það sama ár. Norisa vann sem hjúkrunarfræðingur í fæðingarlandi sínu en fór að vinna við skúringa hér. Pálmar eiginmaður hennar hefur verið öryrki frá því hann lenti í flugslysi í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi árið 1986 en þar missti hann fyrri konu sína og dóttur. Árið 2006 veiktist Norisa og var ráðlagt af lækni að hætta að vinna. Hjónin hafa því bæði verið á örorkubótum síðan þá.

Í síðustu viku fékk Norisa bréf frá Trygggingarstofnun um að hún ætti ekki lengur rætt á fullum bótum. Hún þurfi að hafa verið búsett á Íslandi í fjörtíu ár til að fá fullar bætur. Hún eigi aðeins rétt á um 23% af bótum og fái því um 57 þúsund krónur á mánuði í bætur á næstunni. Pálmar fær um hundrað og þrjátíu þúsund í í bætur frá Tryggingarstofnun og úr lífeyrissjóðum. Þau greiða áttatíu þúsund krónur í leigu og fimmtíu þúsund fyrir bíl sem er sérstaklega útbúinn fyrir Pálmar. Þau segjast því eiga lítið eftir þegar þau hafa greitt reikningana.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×