Enski boltinn

Gerrard vill nota marklínutækni

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard vill notast við marklínutækni.
Steven Gerrard vill notast við marklínutækni.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, vill ólmur taka inn tækni sem kemur í veg fyrir að dómarar leiksins missi af mörkum líkt og gerðist í leik Englendinga og Þjóðverðja.

Frank Lampard skoraði mark gegn Þjóðverjum þar sem boltinn fór greinilega inn fyrir línuna en þrátt fyrir það stóð markið ekki.

„Ef það hefði verið línuvörður fyrir aftan þýska markið þá væri kannski England enn að spila á HM," sagði Gerrard í viðtali við The Mail.

„Þegar að svona stórar ákvarðanir eru teknar þá eru þær ávallt teknar af dómurunum. Þeir spila ekki leikinn, eða er það," bætti Gerrard við.

„Það var mikið áfall fyrir okkur að markið skildi ekki standa. Það var augljóst að boltinn fór yfir línuna og ég get ekki skilið hvernig þetta fór framhjá dómurum leiksins."

Gerrard er harður á því að það þurfi að notast við marklínutækni.

„FIFA verður að skoða þetta vel því það sem gerðist fyrir okkur er óhugnarlegt og alls ekki gott. Mín skoðun er að fá marklínutækni með í leikinn og ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun," sagði Gerrard pirraður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×