Innlent

Jólasveinar gæti hófs

Jólasveinar eiga að gæta hófs og fara ekki í manngreinarálit þegar þeir setja gjafir í skóinn. Það vill brenna við að mörgum þægum börnum finnist þau misrétti beitt þegar jólasveinninn er stórtækari hjá skólafélögunum en þeim sjálfum.  Sagt er að þæg börn fái meira í skóinn frá jólasveininum en önnur. Hins vegar er það svo að á meðan sumir jólasveinar lauma mandarínu eða piparköku ofan í skóinn hjá þægum börnu, setja aðrir mun dýrari gjafir eins og tölvuleiki eða íþróttaskó. Ástæður þessa ójöfnuðar geta auðvitað verið margar en þó virðist vera að sumir jólasveinar séu orðnir miklar neyslubumbur á meðan aðrir gæta sér hófs. Rétt eins og þeir komi ekki af sömu fjöllunum, segir María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla. María segir þetta spurninguna um gleðina að gefa - það þurfi ekki að vera eitthvað voðalega mikið. Hennar skilaboð til jólasveinanna sé því að gæta hófs. „Þeir eru líka svo skemmtilegir og sniðugir kallar að það að fá þá í heimsókn er eiginlega það skemmtilegasta af öllu,“ segir María.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×