Innlent

Dró yfirlýsinguna til baka

Íslensk kona sem gift er Sýrlendingi sendi Útlendingastofnun erindi fyrir um tveimur árum þar sem hún sagði að hjónaband þeirra væri gervihjónaband. Það varð tilefni rannsóknar sem greint var frá í fréttum fyrir helgi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu dró konan svo yfirlýsingu sína til baka. Hún staðfesti þetta í samtali við fréttastofu í dag og sagði bréfið hafa verið skrifað í reiðikasti fyrir tveimur árum. Í fréttum á föstudag var frá því greint að hjónunum væri illa brugðið vegna rannsóknar útlendingaeftirlitsdeildar lögreglustjórans í Reykjavík. Maðurinn er að sækja um ríkisborgararétt á grundvelli þess að hafa verið giftur Íslendingi í meira en þrjú ár og vegna þeirrar umsóknar er mál hans til skoðunar hjá yfirvöldum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×