Innlent

Dýrara að fækka ref og mink

Sveitarfélög taka á sig aukinn kostnað vegna skipulegrar vinnu til að fækka ref og mink. Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, segir málið einfalt: "Við fengum ekki nægilega fjárveitingu á fjárlögum og urðum að minnka hlutfallið úr 50 prósentum í 30 prósent." Alþingi samþykkti við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið að 20,2 milljónir skyldu renna til málaflokksins. Útreikningar Umhverfisstofnunar sýndu að 32 milljóna væri þörf til að halda áfram að greiða helming kostnaðarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×