Skattfé skotið undan 13. desember 2004 00:01 Skattsvik á Íslandi eru verulegt vandamál en talið er að ríkið verði af 25-34 milljörðum króna á ári vegna slíkra pretta. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem kynnt var á Alþingi fyrir helgi en hópinn skipa þeir Indriði Þorláksson, ríkisskattstjóri, Snorri Olsen, tollstjórinn í Reykjavík, og Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknastjóri. Í skýrslunni er því meðal annars lýst hvaða leiðir eru færar til að skjóta fé undan höndum skattstjóra, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Dregið úr tekjum Langalgengasta tegund skattsvika er þegar tekjur af atvinnurekstri eru einfaldlega sagðar lægri en þær raunverulega eru. Þá er hluta tekna haldið utan bókhalds með ýmsum aðferðum Til dæmis er algengt að tekjur séu ekki skráðar þegar sala fer fram en þar við bætist að virðisaukaskattur er jafnframt innheimtur sem að sjálfsögðu er ekki staðið skil á. Þríhöfðanefndin telur atvinnustarfsemi þar sem kúnninn hefur ekki tök á að sjá hvort rétt upphæð sé slegin inn í sjóðvél sérstaklega varhugaverða og nefnir veitingasölu í því samhengi. Svört atvinnustarfsemi Svört atvinnustarfsemi kallast sú iðja þegar báðir aðilar viðskiptanna sammælast um að dylja atvinnurekstrartekjur. Þremenningarnir telja að hvatinn til slíkra viðskipta sé sá að neytandinn fær þjónustuna eða vöruna ódýrari en ella og losnar auk þess við að greiða virðisaukaskatt. Það vekur athygli að í könnun sem einnig var birt í skýrslunni kemur fram að færri segjast hafa keypt vöru eða þjónustu "á svörtu" en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir tólf árum og því má álykta að svört starfsemi sé á undanhaldi. Flestir aðspurðra töldu svarta sauði fyrirfinnast í byggingageiranum. Virðisaukaskattssvik Að mati þríhöfðanefndarinnar opnuðust margar áður óþekktar leiðir við skattsvik þegar virðisaukaskattur var tekinn upp hér á landi. Algengast er að tekjur skattskyldra atvinnurekenda séu einfaldega vantaldar og þar með eru ekki staðin skil á innheimtum vaski. Í þennan flokk falla einnig svonefnd innskattsvik en þeir sem hafa áhuga á slíkum svikum geta tilgreint innskatt sinn of háan og lækkað þannig skilaskylda greiðslu. Skrökvað til um kostnað Launamenn freistast oft til að fela tekjur sínar fyrir vökulu auga skattstjóra. Algengt bragð er að telja hluta launagreiðslna sem endurgreiðslu á útlögðum kostnaði enda þótt enginn slíkur kostnaður hafi verið til staðar. Afkomutengdum greiðslum er oft haldið utan við launabókhald fyrirtækja og þær ekki gefnar upp til skatts. Jafnvel eru dæmi um lán til stjórnenda og hluthafa sem aldrei eru gerð upp. Svindlað á sambúðarformi Einstæðir foreldrar fá hærri vaxtabætur og barnabætur en hjón og sambúðarfólk. Brögð hafa verið að því að sambúðarfólk skrái sig annars staðar en það hefur fasta búsetu til þess að fá rétt til hærri bóta. Þessu fylgja ýmis önnur svik, til dæmis að viðkomandi notfæri sér ívilnandi leikskólaþjónustu fyrir einstæða foreldra sem bitnar þá á þeim sem raunverulega þurfa á þjónustunni að halda. Skattsvik í stórum heimi Aukið frelsi til alþjóðlegra viðskipta hefur opnað margar glufur fyrir skattsvikara. Til dæmis eiga margir Íslendingar eignir í öðrum löndum og hafa þar tekjur sem að sjálfsögðu er ekki ólöglegt. Tekjurnar eru hins vegar framtalsskyldar og skattskyldar hafi þeirra verið aflað þar sem tvísköttunarsamningar við Ísland eru ekki í gildi en þetta hafa einhverjir látið undir höfuð leggjast að gera. Dæmi eru um að fólk tilkynni brottfluttning úr landi en haldi áfram búsetu og störfum hérlendis án þess að gefa launin nokkurs staðar upp. Einhver dæmi eru um að innlend þjónusta sé seld í nafni erlends félags sem er í eigu Íslendinga, oft í skattaparadís eða á lágskattasvæðum, og stundum starfar fólk hérlendis sem þiggur laun frá erlendu félagi sem þarf ekki að að halda eftir staðgreiðslu né standa skil á upplýsingum til yfirvalda. Að lokum má nefna þá aðferð að stofna dótturfyrirtæki erlendis sem hefur enga starfsemi með höndum en flytur hagnað af innlendri starfsemi í skattaparadís, til dæmis með því að lána móðurfélaginu fé á háum gervivöxtum. Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Skattsvik á Íslandi eru verulegt vandamál en talið er að ríkið verði af 25-34 milljörðum króna á ári vegna slíkra pretta. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem kynnt var á Alþingi fyrir helgi en hópinn skipa þeir Indriði Þorláksson, ríkisskattstjóri, Snorri Olsen, tollstjórinn í Reykjavík, og Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknastjóri. Í skýrslunni er því meðal annars lýst hvaða leiðir eru færar til að skjóta fé undan höndum skattstjóra, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Dregið úr tekjum Langalgengasta tegund skattsvika er þegar tekjur af atvinnurekstri eru einfaldlega sagðar lægri en þær raunverulega eru. Þá er hluta tekna haldið utan bókhalds með ýmsum aðferðum Til dæmis er algengt að tekjur séu ekki skráðar þegar sala fer fram en þar við bætist að virðisaukaskattur er jafnframt innheimtur sem að sjálfsögðu er ekki staðið skil á. Þríhöfðanefndin telur atvinnustarfsemi þar sem kúnninn hefur ekki tök á að sjá hvort rétt upphæð sé slegin inn í sjóðvél sérstaklega varhugaverða og nefnir veitingasölu í því samhengi. Svört atvinnustarfsemi Svört atvinnustarfsemi kallast sú iðja þegar báðir aðilar viðskiptanna sammælast um að dylja atvinnurekstrartekjur. Þremenningarnir telja að hvatinn til slíkra viðskipta sé sá að neytandinn fær þjónustuna eða vöruna ódýrari en ella og losnar auk þess við að greiða virðisaukaskatt. Það vekur athygli að í könnun sem einnig var birt í skýrslunni kemur fram að færri segjast hafa keypt vöru eða þjónustu "á svörtu" en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir tólf árum og því má álykta að svört starfsemi sé á undanhaldi. Flestir aðspurðra töldu svarta sauði fyrirfinnast í byggingageiranum. Virðisaukaskattssvik Að mati þríhöfðanefndarinnar opnuðust margar áður óþekktar leiðir við skattsvik þegar virðisaukaskattur var tekinn upp hér á landi. Algengast er að tekjur skattskyldra atvinnurekenda séu einfaldega vantaldar og þar með eru ekki staðin skil á innheimtum vaski. Í þennan flokk falla einnig svonefnd innskattsvik en þeir sem hafa áhuga á slíkum svikum geta tilgreint innskatt sinn of háan og lækkað þannig skilaskylda greiðslu. Skrökvað til um kostnað Launamenn freistast oft til að fela tekjur sínar fyrir vökulu auga skattstjóra. Algengt bragð er að telja hluta launagreiðslna sem endurgreiðslu á útlögðum kostnaði enda þótt enginn slíkur kostnaður hafi verið til staðar. Afkomutengdum greiðslum er oft haldið utan við launabókhald fyrirtækja og þær ekki gefnar upp til skatts. Jafnvel eru dæmi um lán til stjórnenda og hluthafa sem aldrei eru gerð upp. Svindlað á sambúðarformi Einstæðir foreldrar fá hærri vaxtabætur og barnabætur en hjón og sambúðarfólk. Brögð hafa verið að því að sambúðarfólk skrái sig annars staðar en það hefur fasta búsetu til þess að fá rétt til hærri bóta. Þessu fylgja ýmis önnur svik, til dæmis að viðkomandi notfæri sér ívilnandi leikskólaþjónustu fyrir einstæða foreldra sem bitnar þá á þeim sem raunverulega þurfa á þjónustunni að halda. Skattsvik í stórum heimi Aukið frelsi til alþjóðlegra viðskipta hefur opnað margar glufur fyrir skattsvikara. Til dæmis eiga margir Íslendingar eignir í öðrum löndum og hafa þar tekjur sem að sjálfsögðu er ekki ólöglegt. Tekjurnar eru hins vegar framtalsskyldar og skattskyldar hafi þeirra verið aflað þar sem tvísköttunarsamningar við Ísland eru ekki í gildi en þetta hafa einhverjir látið undir höfuð leggjast að gera. Dæmi eru um að fólk tilkynni brottfluttning úr landi en haldi áfram búsetu og störfum hérlendis án þess að gefa launin nokkurs staðar upp. Einhver dæmi eru um að innlend þjónusta sé seld í nafni erlends félags sem er í eigu Íslendinga, oft í skattaparadís eða á lágskattasvæðum, og stundum starfar fólk hérlendis sem þiggur laun frá erlendu félagi sem þarf ekki að að halda eftir staðgreiðslu né standa skil á upplýsingum til yfirvalda. Að lokum má nefna þá aðferð að stofna dótturfyrirtæki erlendis sem hefur enga starfsemi með höndum en flytur hagnað af innlendri starfsemi í skattaparadís, til dæmis með því að lána móðurfélaginu fé á háum gervivöxtum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira