Innlent

Landsframleiðsla jókst um 7,5%

Útflutningur á þjónustu, sem einkum má rekja til aukinna umsvifa íslenskra leiguflugfélaga, á hvað drýgstan þátt í því að landsframleiðsla jókst um tæplega sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi sem er mun meiri aukning en á undanförnum ársfjórðungum. Vöxtur í einkaneyslu, sem drifið hefur áfram landsframleiðsluna um skeið, átti líka drjúgan þátt í aukningunni en heldur er farið á hægja á henni. Til marks um það jókst einkaneysla um átta prósent á fyrsta ársfjórðungi en um 5,8 prósent á þriðja ársfjórðungi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×