Innlent

Slæmt veður víða um land

Slæmt veður er orðið á miðum víða við landið og er spáð versnandi veðri. Aðeins hundrað skip eru enn á sjó, flest stór, og er ekki vitað um óhöpp. Þakplötur fóru að losna af nýbyggingu í Njarðvík seint í gærkvöldi og fuku fjórar á bíl og skemmdu hann. Svo vel vildi til að nokkrir björgunarsveitarmenn voru í húsakynnum björgunarsveitarinnar, sem er næsta hús við nýbygginguna, og brugðu þeir sér út og heftu frekara fok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×