Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2016 10:44 Margeir Pétursson reyndist hetja sveitarinnar og vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Íslendingar eru hvarvetna að gera góða hluti þó eitt og annað vilji falla í skuggann vegna hins glæsta árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Þannig er að skákstjörnur okkur standa í ströngu við að halda uppi heiðri lands og þjóðar. „Gullaldarlið Íslands lagði þýska félagið Thüringen í þriðju umferð Heimsmeistaramóts skákliða 50 ára og eldri í Dresden í gær með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur lið, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórðu umferð mætir Gullaldarliðið sterkri þýskri sveit, sem skartar goðsögninni Arthur Jusupov á efsta borði,“ segir Hrafn Jökulsson sérlegur blaðafulltrúi íslenska liðsins.Jóhann fann snjalla björgunarleið Hrafn segir viðureignina við Thüringen afar spennandi. Jóhann Hjartarson mætti stórmeistaranum Peter Enders á 1. borði í mjög flókinni og skemmtilegri skák. „Jóhann stóð til vinnings en missteig sig í flókinni stöðu og virtist um tíma með tapað tafl. Hann fann snjalla björgunarleið og lauk skákinni með jafntefli.“Hinir fræknu fjórir saman á ný: Helgi, Margeir, Jóhann og Jón L.Og Hrafn heldur áfram að rekja gang mála: „Helgi Ólafsson fékk ívið verri stöðu á 2. borði gegn alþjóðlega meistaranum Thomas Casper, en Þjóðverjinn féllst fúslega á jafntefli. Jón L. Árnason náði vænlegri stöðu gegn stórmeistaranum Lutz Espig á 4. borði og vann peð, en hinum gamalreynda þýska meistara tókst að læsa stöðunni og jafntefli varð niðurstaðan.“Sex sveitir unnið allar sínar viðureignir En, það var svo Margeir Pétursson sem reyndist hetja sveitarinnar, en hann vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Friðrik Ólafsson hvíldi að þessu sinni. Þetta er gósentíð fyrir skákmanninn Hrafn sem hefur fylgst áratugum saman með ferli þessara fræknu kappa við svörtu og hvítu reitina. Af öðrum úrslitum má nefna að enska stórmeistarasveitin, með Nunn og Speelman í broddi fylkingar mátti þakka fyrir nauman sigur gegn mun stigalægri sveit Slóvakíu, og Armenar með Rafael Vaganian á efsta borði unnu stórsigur á þýska félaginu SC Forchheim. Sex sveitir hafa unnið allar viðureignir sínar: Þýskaland, Armenía, England, þýska félagið Emanuel-Lasker Gesellschaff, Ísland og Kanada.Jusupov er ógnvekjandi andstæðingur „Búast má við mjög spennandi viðureign Gullaldarliðsins og Emanuel-Lasker Gesellschaff í fjórðu umferð. Arthur Jusupov, sem teflir á fyrsta borði í sveitinni sem kennd er við annan heimsmeistarann í skák, var um árabil í hópi allra sterkustu skákmanna heims,“ bætir Hrafn við og nefnir að hann hafi fæðst í Moskvu 1960, hann varð heimsmeistari ungmenna 1977, stórmeistari 1980, tvítugur að aldri og árunum 1986 til 1992 komst hann þrisvar sinnum í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Hann flutti til Þýskalands eftir hrun Sovétríkjanna og er einn virtasti skákbókahöfundur samtímans. Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins segir góða stemmningu í hópnum: „Margeir er að koma mjög sterkur til leiks og Jóhann leggur allt í skákirnar. Jón L. og Helgi eru aðeins ryðgaðir ennþá, en þeir munu fara í gang núna þegar alvaran er að byrja. Viðureignin við Jusupov og félaga er ágæt prófraun á liðið.“ Tengdar fréttir Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
Íslendingar eru hvarvetna að gera góða hluti þó eitt og annað vilji falla í skuggann vegna hins glæsta árangurs íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á EM. Þannig er að skákstjörnur okkur standa í ströngu við að halda uppi heiðri lands og þjóðar. „Gullaldarlið Íslands lagði þýska félagið Thüringen í þriðju umferð Heimsmeistaramóts skákliða 50 ára og eldri í Dresden í gær með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur lið, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórðu umferð mætir Gullaldarliðið sterkri þýskri sveit, sem skartar goðsögninni Arthur Jusupov á efsta borði,“ segir Hrafn Jökulsson sérlegur blaðafulltrúi íslenska liðsins.Jóhann fann snjalla björgunarleið Hrafn segir viðureignina við Thüringen afar spennandi. Jóhann Hjartarson mætti stórmeistaranum Peter Enders á 1. borði í mjög flókinni og skemmtilegri skák. „Jóhann stóð til vinnings en missteig sig í flókinni stöðu og virtist um tíma með tapað tafl. Hann fann snjalla björgunarleið og lauk skákinni með jafntefli.“Hinir fræknu fjórir saman á ný: Helgi, Margeir, Jóhann og Jón L.Og Hrafn heldur áfram að rekja gang mála: „Helgi Ólafsson fékk ívið verri stöðu á 2. borði gegn alþjóðlega meistaranum Thomas Casper, en Þjóðverjinn féllst fúslega á jafntefli. Jón L. Árnason náði vænlegri stöðu gegn stórmeistaranum Lutz Espig á 4. borði og vann peð, en hinum gamalreynda þýska meistara tókst að læsa stöðunni og jafntefli varð niðurstaðan.“Sex sveitir unnið allar sínar viðureignir En, það var svo Margeir Pétursson sem reyndist hetja sveitarinnar, en hann vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Friðrik Ólafsson hvíldi að þessu sinni. Þetta er gósentíð fyrir skákmanninn Hrafn sem hefur fylgst áratugum saman með ferli þessara fræknu kappa við svörtu og hvítu reitina. Af öðrum úrslitum má nefna að enska stórmeistarasveitin, með Nunn og Speelman í broddi fylkingar mátti þakka fyrir nauman sigur gegn mun stigalægri sveit Slóvakíu, og Armenar með Rafael Vaganian á efsta borði unnu stórsigur á þýska félaginu SC Forchheim. Sex sveitir hafa unnið allar viðureignir sínar: Þýskaland, Armenía, England, þýska félagið Emanuel-Lasker Gesellschaff, Ísland og Kanada.Jusupov er ógnvekjandi andstæðingur „Búast má við mjög spennandi viðureign Gullaldarliðsins og Emanuel-Lasker Gesellschaff í fjórðu umferð. Arthur Jusupov, sem teflir á fyrsta borði í sveitinni sem kennd er við annan heimsmeistarann í skák, var um árabil í hópi allra sterkustu skákmanna heims,“ bætir Hrafn við og nefnir að hann hafi fæðst í Moskvu 1960, hann varð heimsmeistari ungmenna 1977, stórmeistari 1980, tvítugur að aldri og árunum 1986 til 1992 komst hann þrisvar sinnum í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Hann flutti til Þýskalands eftir hrun Sovétríkjanna og er einn virtasti skákbókahöfundur samtímans. Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins segir góða stemmningu í hópnum: „Margeir er að koma mjög sterkur til leiks og Jóhann leggur allt í skákirnar. Jón L. og Helgi eru aðeins ryðgaðir ennþá, en þeir munu fara í gang núna þegar alvaran er að byrja. Viðureignin við Jusupov og félaga er ágæt prófraun á liðið.“
Tengdar fréttir Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Sjá meira
Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Íslensku stórstjörnurnar í skákinni koma saman á nýjan leik. 26. júní 2016 13:50