Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 13:50 Hinir fjóru fræknu sameinaðir á ný: Helgi, Margeir, Jón L. og Jóhann. Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem hófst í Dresden í dag og stendur til 4. júlí. Sveitin er skipuð Gullaldarliði Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. Meðaldur er 61 ár og liðsstjóri er Halldór Grétar Einarsson. Friðrik Ólafsson aldursforseti liðsins en nú er 64 ár síðan hann tefldi fyrst fyrir Íslands hönd, á Ólympíuskákmótinu 1952. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérlegum blaðafulltrúa Gullaldarliðsins, Hrafni Jökulssyni, sem er harla ánægður með að tekist hafi að setja saman þetta stórskotalið. „Um 60 skáksveitir eru skráðar til leiks og er íslenska sveitin sú stigahæsta á mótinu og stefnir vitaskuld að sigri. Keppnin verður hinsvegar án nokkurs vafa mjög skemmtileg og spennandi enda margir snjallir meistarar í öðrum liðum,“ segir Hrafn.Goðsögnin Friðrik Ólafsson. Lið Íslands er gríðarlega sterkt og væntanlegir mótherjarnir mega fara að biðja bænirnar sínar.En, það er ef til vill rétt að rifja upp hvers konar kempur eru þarna á ferðinni, undir leiðsögn Hrafns: Jóhann Hjartarson (2547 skákstig) leiðir sveitina, enda vann hann á dögunum glæsilegan sigur á Íslandsmótinu í skák, þar sem hann var aldursforseti keppenda. Jóhann varð fyrst Íslandsmeistari aðeins 17 ára gamall 1980 og hefur hampað titlinum sex sinnum. Helgi Ólafsson (2543 stig) skipar 2. borð. Helgi, sem fæddur er 1956, varð þriðji stórmeistari Íslendinga 1984 og hefur sex sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum. Hann hefur auk þess þjálfað landslið okkar og verið skólastjóri Skákskóla Íslands um árabil. Margeir Pétursson (2509 stig) fæddist 1960 og hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari. Hann varð alþjóðlegur meistari 18 ára, og stórmeistari 26 ára. Margeir hefur, líkt og aðrir liðsmenn sveitarinnar, margoft keppt fyrir Íslands hönd.Hrafni leiðist það ekki að vera talsmaður þessara miklu meistara sem skipa skáksveit Íslands.Jón L. Árnason (2490 stig) vann hug og hjörtu Íslendinga þegar hann varð heimsmeistari unglinga árið 1977. Hann varð síðan stórmeistari í framhaldinu, eins og félagar hans í fjórmenningaklíkunni, og Íslandsmeistari í þrígang. Goðsögnin Friðrik Ólafsson (2377) er aldursforseti íslenska liðsins . Hann fæddist 1935 og varð 81 árs í janúar. Hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1952 og bar um árabil höfuð og herðar yfir aðra íslenska skákmenn, enda komst hann í fremstu röð í heiminum. Enginn Íslendingur hefur unnið jafnmargar skákir gegn þeim sem borið hafa heimsmeistaratitilinn. Friðrik var forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins 1978-82, og nýtur mikillar virðingar í skákheiminum. „Hið reynslumikla íslenska lið mætir á heimsmeistaramótið í Dresden með leikgleðina að leiðarljósi, en jafnframt er ljóst að íslenskir skákáhugamenn binda miklar vonir við góðan árangur Gullaldarliðsins okkar,“ segir hinn baráttuglaði Hrafn. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem hófst í Dresden í dag og stendur til 4. júlí. Sveitin er skipuð Gullaldarliði Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. Meðaldur er 61 ár og liðsstjóri er Halldór Grétar Einarsson. Friðrik Ólafsson aldursforseti liðsins en nú er 64 ár síðan hann tefldi fyrst fyrir Íslands hönd, á Ólympíuskákmótinu 1952. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérlegum blaðafulltrúa Gullaldarliðsins, Hrafni Jökulssyni, sem er harla ánægður með að tekist hafi að setja saman þetta stórskotalið. „Um 60 skáksveitir eru skráðar til leiks og er íslenska sveitin sú stigahæsta á mótinu og stefnir vitaskuld að sigri. Keppnin verður hinsvegar án nokkurs vafa mjög skemmtileg og spennandi enda margir snjallir meistarar í öðrum liðum,“ segir Hrafn.Goðsögnin Friðrik Ólafsson. Lið Íslands er gríðarlega sterkt og væntanlegir mótherjarnir mega fara að biðja bænirnar sínar.En, það er ef til vill rétt að rifja upp hvers konar kempur eru þarna á ferðinni, undir leiðsögn Hrafns: Jóhann Hjartarson (2547 skákstig) leiðir sveitina, enda vann hann á dögunum glæsilegan sigur á Íslandsmótinu í skák, þar sem hann var aldursforseti keppenda. Jóhann varð fyrst Íslandsmeistari aðeins 17 ára gamall 1980 og hefur hampað titlinum sex sinnum. Helgi Ólafsson (2543 stig) skipar 2. borð. Helgi, sem fæddur er 1956, varð þriðji stórmeistari Íslendinga 1984 og hefur sex sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum. Hann hefur auk þess þjálfað landslið okkar og verið skólastjóri Skákskóla Íslands um árabil. Margeir Pétursson (2509 stig) fæddist 1960 og hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari. Hann varð alþjóðlegur meistari 18 ára, og stórmeistari 26 ára. Margeir hefur, líkt og aðrir liðsmenn sveitarinnar, margoft keppt fyrir Íslands hönd.Hrafni leiðist það ekki að vera talsmaður þessara miklu meistara sem skipa skáksveit Íslands.Jón L. Árnason (2490 stig) vann hug og hjörtu Íslendinga þegar hann varð heimsmeistari unglinga árið 1977. Hann varð síðan stórmeistari í framhaldinu, eins og félagar hans í fjórmenningaklíkunni, og Íslandsmeistari í þrígang. Goðsögnin Friðrik Ólafsson (2377) er aldursforseti íslenska liðsins . Hann fæddist 1935 og varð 81 árs í janúar. Hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1952 og bar um árabil höfuð og herðar yfir aðra íslenska skákmenn, enda komst hann í fremstu röð í heiminum. Enginn Íslendingur hefur unnið jafnmargar skákir gegn þeim sem borið hafa heimsmeistaratitilinn. Friðrik var forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins 1978-82, og nýtur mikillar virðingar í skákheiminum. „Hið reynslumikla íslenska lið mætir á heimsmeistaramótið í Dresden með leikgleðina að leiðarljósi, en jafnframt er ljóst að íslenskir skákáhugamenn binda miklar vonir við góðan árangur Gullaldarliðsins okkar,“ segir hinn baráttuglaði Hrafn.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira