Hinn magnaði útherji NY Giants, Odell Beckham Jr., sýndi enn og aftur ótrúleg tilþrif í leik Giants í gær.
Hann varð nánast heimsfrægur á einni nóttu á síðustu leiktíð er honum tókst að grípa boltann á ótrúlegan hátt og skora í leik gegn Dallas Cowboys. Flottasta grip í sögu NFL að margra mati.
Beckham hefur gert það að listgrein að grípa boltann með einni hendi og íþróttalegir tilburðir leikmannsins eru oft með ólíkindum.
Í gær kom annað ofurgrip sem skilaði snertimarki. Að sjálfsögðu greip hann boltann með einni hendi og skoraði. Það dugði þó ekki til sigurs í leiknum gegn Washington Redskins.
Sjá má þetta magnaða grip hér.
Aftur ótrúlegt snertimark hjá Beckham

Tengdar fréttir

Broncos stöðvaði sigurgöngu Tom Brady og félaga
Carolina Panthers er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni eftir að New England Patriots tapaði gegn Denver Broncos í framlengdum leik í nótt. Tíu leikja sigurgöngu meistaranna er þar með lokið.