Segja öllum upp og vonast eftir kraftaverki í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:12 Hótel Saga við Hagatorg í Vesturbænum í Reykjavík. Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Öllum sextíu starfsmönnum Hótel Sögu í Vesturbænum í Reykjavík var sagt upp í dag. Eitt prósent nýting var á hótelinu í apríl. Hótelstjórinn vonast eftir kraftaverki í sumar. Uppsagnahrina ríður yfir landið á næstsíðasta virka degi mánaðarins. Ingibjörg Ólafsdóttir er hótelstjóri á Hótel Sögu og segir líklegt að önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu séu að grípa til sambærilegra aðgerða. Aðeins mánuður er síðan 110 starfsmenn störfuðu á hótelinu. Um fimmtíu, sem voru með eins mánaðar uppsagnarfrest, var sagt upp um síðustu mánaðamót. Hinir sextíu fóru á hlutastarfaleið stjórnvalda sem greiða 75% launa. Bíða eftir kraftaverki „Þetta er ömurlegt,“ segir Ingibjörg sem tilkynnti yfirmönnum um uppsögn í morgun. Boðað var til starfsmannafundar seinni partinn og í framhaldinu fengu starfsmenn uppsagnarbréf. Allir eru á uppsagnafresti og verða því við vinnu til 1. ágúst. „Við bíðum eftir krafaverki á þessum tíma,“ segir Ingibjörg. Algjört hrun hafi orðið í gistingu í kórónufaraldrinum. Nýtingin á hótelinu hafi verið eitt prósent í apríl og ekki von á neinum ferðamönnum í bráð. Vonandi rætist eitthvað úr veitingasölu á Mími þegar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu manns í rými í fimmtíu á mánudaginn. Gistingin sé hins vegar langstærsti hlutinn af veltu og framlegð hjá hótelinu. Þar sé engrar breytinga að vænta fyrr en landamæri fara að opnast. Miklar tilfinningar Mjög mikilvægt hafi verið að ná að segja fólki upp fyrir mánaðamót. Hótelin eigi ekki fyrir launagreiðslum endalaust án innkomu. Útspil ríkisstjórnarinnar í gær um að greiða uppsagnafrest starfsmanna hjá fyrirtækjum sem verða verulega fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum skipti sköpum. Engu að síður sé erfitt að segja upp starfsfólkinu, sem sé sérstaklega gott og yndislegt. Um sextíu starfsmenn vinna á Hótel Sögu, flestir í 60-100 prósent hlutfalli að sögn Ingibjargar. Fólkið eigi forgang í störfin þegar birti til. „Þetta er óskaplega erfitt og sárt. Það hafa verið mjög miklar tilfinningar í dag,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira