Erlent

Útsendarar al Qaeda hugsanlega í bresku leyniþjónustunni

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Patrick Mercer.
Patrick Mercer.
Breska leyniþjónustan MI5 hefur nú verið sökuð um að hafa ráðið til sín stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna al Qaeda sem vildu komast í innsta hring leyniþjónustunnar.

Þingmaður Íhaldsflokksins þar í landi, Patrick Mercer, hefur þegar farið fram á að rannsókn verði gerð á aðferðum leyniþjónustunnar.

Sex múslimar eru taldir hafa verið reknir úr MI5 vegna áhyggna af fortíð þeirra.

Tveim þeirra er gefið að sök að hafa sótt þjálfunarbúðir al Qaeda í Pakistan, en hinir voru með óútskýrðar eyður í ferilskrám sínum allt að þremur mánuðum.

Mercer telur leyniþjónustuna hafa uppgötvað vafasaman bakgrunn mannanna snemma, en vill að rannsókn verði gerð á því hversu haldbærar aðferðir leyniþjónustunnar eru við að sigta út útsendara óvinarins.

Eftir því sem haft er eftir embættismanni í innanríkisráðuneyti landsins eru bakgrunnsrannsóknir leyniþjónustunnar á umsækjendum yfirgripsmiklar, enda séu þær teknar afar alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×