Innlent

Stöðvaður á Hverfisgötu á stolnum bíl og undir áhrifum

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt um innbrot í bíl við Fákafen.
Tilkynnt um innbrot í bíl við Fákafen. Vísir/Anton
Lögregla stöðvaði bíl á Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöld. Bíllinn reyndist stolinn, auk þess að ökumaðurinn er grunaður um aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn var skiptur ökuréttindum.

Í dagbók lögreglu kemur fram að bíll hafi verið stöðvaður við hraðamælingu á Kringlumýrarbraut við N1 Fossvogi þar sem honum var ekið á 107 kílómetra hraða. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Bíll var einnig stöðvaður á Suðurlandsbraut eftir að hafa verið ekið yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Þá var tilkynnt um innbrot í bíl við Fákafen, þar sem rúða var brotin og Macbook fartölvu stolið ásamt fleiru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×