Innlent

Flugvirkjunum vísað frá Sádi-Arabíu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Flugvirkjarnir starfa hjá Atlanta en óvíst er um framtíð þeirra þar núna.
Flugvirkjarnir starfa hjá Atlanta en óvíst er um framtíð þeirra þar núna.
Flugvirkjunum þremur sem voru handteknir í Sádi-Arabíu í september grunaðir um ölvun hefur verið vísað úr landi.

Áfengislög í Sádi-Arabíu eru mjög ströng en brot á þeim varðar fangelsisvist, háa fjársekt og/eða opinbera hýðingu.

Stefán Eyjólfsson, starfsmannastjóri Atlanta-flugfélagsins sem flugvirkjarnir starfa hjá, segir málið hafa farið á besta veg. „Þeir voru á hóteli og störfuðu hjá fyrirtækinu á meðan þeir biðu niðurstöðu, sem er að þeim er vísað úr landi og þeir mega aldrei koma aftur til Sádi-Arabíu.“

Mennirnir geta því ekki starfað áfram í landinu og enn er óljóst hvað verður um starfsferil þeirra. „Það er í vinnslu á milli Atlanta og þeirra hvernig mál þeirra verður afgreitt,“ segir Stefán.

Mennirnir þrír, sem allir eru á fertugsaldri, voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um neyslu áfengis um borð í flugvélinni. Þeir dvöldu á hóteli í Ríad á meðan málið var í rannsókn. Mennirnir neituðu alfarið sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×