Íslenski boltinn

KR-ingar gáfu Bjarna grænt ljós á viðræður við Fram

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bjarni Guðjónsson í viðræðum við Fram
Bjarni Guðjónsson í viðræðum við Fram mynd / daníel
Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 mun Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR, vera í viðræðum við Fram um að taka við liðinu fyrir næsta tímabili.

Ríkharður Daðason hætti með liðið á dögunum en hann gerði Framara að bikarmeisturum í sumar.

Bjarni hefur ekki þjálfað lið á sínum ferli og væri þetta nýtt verkefni  en spurning hvort hann sé að leggja skóna á hilluna eða verði spilandi þjálfari.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365 mun Bjarni hafa rætt við forráðamenn KR í gær og fengið grænt ljós á viðræður við Fram.

Bjarni hefur setið nokkur þjálfaranámskeið en á eftir að taka svo kallað UEFA A-próf sem allir þjálfarar verða að hafa í Pepsi-deild karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×