Bjarni var búinn að segja nei við nokkur félög Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2013 15:49 Bjarni Guðjónsson, nýr þjálfari Fram. Mynd/Vilhelm Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram og mun þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann tekur við starfi Ríkharðs Daðasonar sem gerði Fram að bikarmeisturum í sumar. En hver er sagan á bak við það að Bjarni yfirgefur nú KR og skellir sér á fullt út í þjálfun? Bjarni fór yfir hana í dag með blaðamanni Vísis. „Strax eftir að við unnum titilinn í KR þá voru nokkur lið sem nálguðust mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á því að snúa mér að þjálfun en ég sagði nei við alla," segir Bjarni en hann lyfti þá Íslandsbikarnum í annað skiptið á þremur árum. „Þegar mesta sigurvíman rjátlaðist af mér fór ég að rifja upp sumarið þar sem að ég lenti í töluverðum meiðslum. Ég get meðal annars ekki sparkað með hægri í einhverja tíu leiki. Ég fór að hugsa um morgnana þegar maður var að reyna að skríða á fætur eftir leiki og um það hvernig maður vældi í konunni um að ég væri þreyttur og að þetta væri erfitt en samt mjög gaman," segir Bjarni. „Ég fór að huga að því hvort að þetta væri ekki komið nóg og í samráði við sjúkraþjálfara og lækni þá ákvað ég það að þetta væri sennilega farsælasti tíminn að hætta frekar en að enda sem einhver hækja og vera í basli með líkamann í framtíðinni," segir Bjarni og þá gerðust hlutirnir fljótt. „Þetta gerist fyrir síðustu helgi og á sunnudagskvöldið heyri ég í Lella (Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram) og við hittumst á mánudaginn. Þá var ekki aftur snúið því fyrsti fundurinn gekk það vel og við náðum saman í öllu því sem við kemur klúbbnum," segir Bjarni. „Markmið mín og þeirra markmið féllu ágætlega saman og það er ekki hægt að segja nei við því að fara þjálfa klúbb eins og Fram í fyrstu atrennu. Þetta er frábært og einstakt tækifæri fyrir mig sem ég er mjög ánægður með að hafa fengið," segir Bjarni en það verður lengra viðtal við nýja þjálfara Fram í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram og mun þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann tekur við starfi Ríkharðs Daðasonar sem gerði Fram að bikarmeisturum í sumar. En hver er sagan á bak við það að Bjarni yfirgefur nú KR og skellir sér á fullt út í þjálfun? Bjarni fór yfir hana í dag með blaðamanni Vísis. „Strax eftir að við unnum titilinn í KR þá voru nokkur lið sem nálguðust mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á því að snúa mér að þjálfun en ég sagði nei við alla," segir Bjarni en hann lyfti þá Íslandsbikarnum í annað skiptið á þremur árum. „Þegar mesta sigurvíman rjátlaðist af mér fór ég að rifja upp sumarið þar sem að ég lenti í töluverðum meiðslum. Ég get meðal annars ekki sparkað með hægri í einhverja tíu leiki. Ég fór að hugsa um morgnana þegar maður var að reyna að skríða á fætur eftir leiki og um það hvernig maður vældi í konunni um að ég væri þreyttur og að þetta væri erfitt en samt mjög gaman," segir Bjarni. „Ég fór að huga að því hvort að þetta væri ekki komið nóg og í samráði við sjúkraþjálfara og lækni þá ákvað ég það að þetta væri sennilega farsælasti tíminn að hætta frekar en að enda sem einhver hækja og vera í basli með líkamann í framtíðinni," segir Bjarni og þá gerðust hlutirnir fljótt. „Þetta gerist fyrir síðustu helgi og á sunnudagskvöldið heyri ég í Lella (Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram) og við hittumst á mánudaginn. Þá var ekki aftur snúið því fyrsti fundurinn gekk það vel og við náðum saman í öllu því sem við kemur klúbbnum," segir Bjarni. „Markmið mín og þeirra markmið féllu ágætlega saman og það er ekki hægt að segja nei við því að fara þjálfa klúbb eins og Fram í fyrstu atrennu. Þetta er frábært og einstakt tækifæri fyrir mig sem ég er mjög ánægður með að hafa fengið," segir Bjarni en það verður lengra viðtal við nýja þjálfara Fram í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira