Innlent

Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga

Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu.FÍB hefur, eins og undangengnar verslunarmannahelgar, kallað út liðsauka aðstoðarbíla sem verða á vegum landsins, félagsmönnum og vegfarendum til halds og trausts. Hekla hefur góðfúslega lánað félaginu nýja bíla af Audi gerð sem þessir aukaliðsmenn FÍB-aðstoðar verða á um verslunarmannahelgina. Víða um land eru verkstæði opin vegna neyðarþjónustu og bílaumboð og stærri varahlutasalar hafa góðfúslega skipulagt bakvaktir vegna varahlutaafgreiðslu fyrir milligöngu FÍB. Skrifstofa FÍB, sími 414-99-99, hefur milligöngu varðandi aðstoðarbeiðnir um verslunarmannahelgina og þar verður vakt frá föstudegi til síðdegis á mánudag. Þegar ekki er vakt á skrifstofunni svarar FÍB-aðstoð í síma 5-112-112.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×